Erlent

Eiginkona Bo ákærð fyrir morð

BBI skrifar
Bo Xilai
Bo Xilai
Eiginkona kínverska stjórnmálamannsins Bo Xilai hefur verið ákærð fyrir morð. Xilai var áður vonarstjarna í kínverskum stjórnmálum og allt benti til að brátt yrði hann meðal valdamestu manna landsins. Morðmálið hefur gert út af við framavonir hans.

Breski kaupsýslumaðurinn Neil Naywood fannst látinn á hótelherbergi þann 15. nóvember 2011. Fyrst leit út fyrir að hann hefði látist af áfengisneyslu en brátt vaknaði grunur um að einhver hefði ráðið hann af dögum. Eiginkona Bo Xilai var svo handtekin vegna málsins í apríl. Bo var um leið formlega rekinn úr framkvæmdastjórn Kínverska kommúnistaflokksins.

Í byrjun febrúar var einn nánasti ráðgjafi Bo handtekinn eftir heimsókn á skrifstofu ræðismanns Bandaríkjanna. Málið þótti varpa ljósi á valdabaráttu innan kínverska stjórnkerfisins. Í sínum tíma velti breska ríkisútvarpið BBC því fyrir sér hvort ráðgjafi Bo hafi ætlað að láta hann vita að eiginkona Bo væri grunuð um morð, Bo hafi þá brugðist ókvæða við og hótað ráðgjafanum sem hafi þá reynt að flýja til Bandaríkjanna. Hvort sem sú kenning á við rök að styðjast eða ekki er ljóst að með málunum tveimur er úti um stjórnmálaframa Bo Xilai, sem er ákveðið áfall fyrir harðlínumenn í Kína sem töldu hann álitlegan leiðtoga til að endurvekja maóismann í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×