Erlent

Ebóluveiran lætur kræla á sér í Úganda

Ebólu-blæðingarsótt.
Ebólu-blæðingarsótt. mynd/AFP
Að minnsta kosti 13 eru látnir í Úganda eftir að hafa smitast af ebóluveirunni. Heilbrigðisyfirvöld í landinu staðfestu þetta í dag. Smitin er öll tengd sömu fjölskyldunni en talið er að þau hafi veikst í jarðarför.

Yfirvöld í landinu berjast nú við að hefta útbreiðslu veirunnar en nú þegar leikur grunur á að önnur smit hafi átt sér stað.

Ebóluveiran er afar skæð, bráðsmitandi og er ein banvænasta veira sem þekkist nú á dögum. Allt að 90 prósent þeirra sem smitast af veirunni láta lífið. Engin lækning er til.

Frá því að veiran kom fram á sjónarsviðið árið 1976 hafa rúmlega 1.200 manns látist af hennar völdum. Þá hefur ebólaveiran sprottið þrisvar sinnum fram í Úganda á síðustu tólf árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×