Erlent

Romney myndi styðja hervald gegn Íran

Mitt Romney myndi styðja aðgerðir Ísraela ef þeir þyrftu að beita vopnavaldi til að koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn, að því er fram kemur á Reuters fréttaveitunni.

Þetta er haft eftir Dan Senor, öryggisráðgjafa frambjóðandans, en hann segir að Romney myndi virða ákvörðun Ísraels ef þeir þyrftu að beita hervaldi gegn Íran í þessum tilgangi.

Þessi stefna Romney er sögð á skjön við stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta sem hefur ítrekað reynt að fá Ísraela til að falla frá því að taka til skoðunar fyrirbyggjandi hernaðarðgerðum gegn Íran.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×