Erlent

Heitasta árið í Bandaríkjunum frá 1895

Bandaríkjamenn upplifa nú heitasta árið í sögu sinni frá því að nútímaskráning á veðurfari hófst þarlendis árið 1895.

Í nýlegri hitabylgju sem stóð í 11 daga í Bandaríkjunum fórust a.am.k. 46 manns vegna hitans. Sú hitabylgja varð í austurhluta landsins en veðurfræðingar í Bandaríkjunum segja að nú sé komið að vesturhlutanum og Kanada að upplifa svipaða hitabylgju. Raunar eru hitamet þegar tekin að falla í Ontario í Kanada.

Í frétt um málið á BBC segir að í fyrrihluta júní hafi yfir 170 hitamet fallið víða í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×