Erlent

Sérstakur dagur vegna offjölgunar mannkyns

BBI skrifar
Churchgate lestarstöðin í Mumbai, Indlandi.
Churchgate lestarstöðin í Mumbai, Indlandi. Mynd/AFP
Dagur mannfjölda jarðarinnar (world population day) var haldinn í dag í því skyni að vekja athygli fólks á offjölgun mannkyns. Hugmyndin að deginum kviknaði þann 11. júlí árið 1987, sem er nokkurn veginn sá dagur sem íbúafjöldi jarðarinnar náði fimm milljörðum. Nú eru íbúar jarðarinnar um það bil 7.025.071.966.

Á myndinni eru lestarfarþegar á Churchgate lestarstöðinni í Mumbai. Í Afríku og Asíu er búist við örastri fjölgun mannkyns næstu 40 árin samkvæmt skýrslu Sameinuðu Þjóðanna fyrr á árinu. Kína og Indland eru þar í broddi fylkingar. Mannkynið mun hafa þrefaldast á aldar skeiði árið 2050 ef fram fer sem horfir. Mennirnir voru um þrír milljarðar árið 1950, náðu sjö milljörðum 2011 og verða að öllum líkingum 9,5 milljarðar árið 2050.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×