Erlent

Tökur á Oblivion hafnar að nýju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tom Cruise er byrjaður að vinna á ný, eftir stutt hlé.
Tom Cruise er byrjaður að vinna á ný, eftir stutt hlé.
Tökur á myndinni Oblivion eru hafnar að nýju. Tökur stóðu yfir hér á Íslandi seinni hluta júnímánaðar, en Íslandstökunum lauk á mánudag í síðustu viku.

Cruise flaug héðan til Los Angeles um leið og tökunum lauk vegna ákvörðunar Katie Holmes, eiginkonu hans, um að sækja um skilnað. Vefur tímaritsins People segir að eftir að sátt náðist um skilnaðinn í gærmorgun hafi Cruise flogið frá Los Angeles til Mammoth Lakes í Kalífornu til þess að vinna áfram að myndinni.

Búist er við því að Oblivion verði frumsýnd vestanhafs í lok apríl á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×