Erlent

Dularfull kona í Norður Kóreu veldur vangaveltum

Fjölmiðlar víða um heiminn velta því nú fyrir sér hver sé dularfull kona sem sést hefur tvisvar opinberlega við hlið Kim Jong-un einræðisherra Norður Kóreu.

Þau sáust fyrst saman á tónleikum s.l. laugardag og svo aftur daginn eftir við minningarathöfn í tilefni þess að 18 ár eru liðin frá andláti afa Kim Jung-un.

Það eru einkum fjölmiðlar í Suður Kóreru sem velta þessu mikið fyrir sér en ekki er vitað til þess að Kim Jung-un sé giftur. Þetta gæti einnig verið Kim Yeo-jong yngri systir einræðisherrans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×