Innlent

Nýtt MS lyf samþykkt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greiðsluþátttaka ríkisins í MS lyfinu Gilenya hefur verið samþykkt, en Landspítalinn óskaði eftir flýtimeðferð á afgreiðslu umsóknar um innleiðingu lyfsins þann 28. júní síðastliðinn.

Ákveðið hefur verið að Gilenya-meðferð verði veitt þeim MS sjúklingum sem hafa nú þegar reynt MS-lyfið Tysabri og orðið að hætta notkun þess. Fyrst og fremst er um að ræða þá sem hafa mótefni gegn JC-veiru í blóði og eru í aukinni hættu á að fá PML-heilabólgu samfara áframhaldandi notkun lyfsins. Einnig hefur verið ákveðið að Gilenya-meðferð verði veitt þeim MS-sjúklingum sem eiga eftir að greinast með alvarlegustu einkenni MS-sjúkdómsins.

Ofangreind skilyrði fyrir notkun Gilenya taka mið af leiðbeiningum NICE (National Institute of Health and Clinical Excellence) í Bretlandi og klínískum leiðbeiningum annarra Norðurlanda sem íslensk heilbrigðisyfirvöld vilja helst miða sig við til að tryggja réttláta og hagkvæma heilbrigðisþjónustu.

Þar sem Gilenya er afar vandmeðfarið lyf mun meðferð með því verða undir ströngu eftirliti hjá Landspítalanum með sérstakri vöktun sjúklinga. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landspítalanum og Sjúkratryggingum mun þetta einkum eiga við um upphaf meðferðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.