Innlent

Kona særð í vopnaðri árás í heimahúsi

Kona var flutt á slysadeild Landspítalans um klukkan tíu í gærkvöldi, vegna sára sem hún hlaut, þegar ótilgreindur aðili réðst að henni með einhverskonar vopni í heimahúsi í Reykjavík.

Sá var handtekinn á staðnum. Samkvæmt heimildum Fréttastofu utan lögreglunnar var konan meðal annars skorin á höndum, en er ekki í lífshættu.

Lögreglan gefur ekki upplýsingar um tildrög eða nánari atvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×