Innlent

Alvarlega slasaður eftir að torfærubíll valt

Karlmaður slasaðist alvarlega á höfði þegar óskráður torfærubíll valt í grennd við Flúðir í Árnessýslu um klukkan fjögur í nótt. Hann hlaut meðal annars höfuðáverka og missti meðvitund.

Hann komst aftur til meðvitundar í sjukrabílnum á leið á slysadeild Landsspítalans, þar sem hann gengst nú undri aðgerð.

Þrír voru í bílnum, þegar hann valt, en aðeins eru sæti fyrir tvo. Hinir tveir, sluppu ómeiddir en eru grunaðir um ölvun.

Þeir neita að gefa upp hver ók bílnum og tjá sig ekki um málsatvik, þannig að þeir eru vistaðir í fangageyumslum og verða yfirheyrðir nánar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×