Innlent

Kölluðu lögreglu til vegna síbrotakattar

Starfsmönnum í næturverslun í borginni var nóg boðið í nótt, þegar köttur læddist þar enn einusinni inn, reif upp harðfiskpoka og tók að gæða sér á innihaldinu.

Þeir hringdu á lögreglu og óskuðu eftir að hún fjarlægði köttinn, en lögregla tjáði þeim að það væri ekki í hennar verkahring og benti afgreiðslumönnunum á að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið eða meindýraeyði. Fréttastofu ekki kunnugt um örlög kattarins eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×