Erlent

Klámfengin smáskilaboð

Um 30% táninga senda nektarmyndir af sjálfum sér í smáskilaboðum eða vefpósti, samkvæmt nýrri rannsókn sem var gerð í Háskólanum í Texas.

Rannsóknin sýnir einnig að þeir sem senda nektarmyndir af sér eru líklegri til að hafa stundað kynlíf.

Í úrtakinu voru um þúsund nemendur úr sjö grunnskólum í Texas og sýnir að 28% hafa sent nektarmyndir af sér, meira en helmingur þeirra hafa verið beðin um að senda nektarmyndir af sér og um 30% hafa beðið aðra að senda sér myndir.

Táningsstelpur sem senda nektarmyndir af sér eru líklegri til að eiga marga rekkjunauta og nota fíkniefni og áfengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×