Erlent

Twitter notað í glæparannsóknum

Á þessu ári hefur twitter borist 849 beiðnir frá yfirvöldum um að fá aðgengi að síðunni. Lang flestar voru frá yfirvöldum Bandaríkjanna eða 679 þeirra. Japan kom á eftir með 98 beiðnir og 11 beiðnir bárust frá yfirvöldum í Bretlandi og Kanada.

Algengara er orðið að nota twitter í glæparannsóknum.

Dómari í New York úrskurðaði í gær að twitter yrði að afhenda öll tíst frá Malcom Harris, sem var mótmælandi í Occupy Wall Street. Hann var handtekinn í október á síðasta ári.

Twitter hafði ekki orðið við ósk frá saksóknara í málinu sem bað um að fá aðgengi á síðu hans og nota sem sönnunargögn í málinu. Fyrirtækið sagði að tístin væru í eigu Harris samkvæmt notendasamningi síðunnar.

 

 

Sky news segir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×