Erlent

Andy Griffith er látinn

Hinn heittelskaði leikari Andy Griffith lést á heimili sínu í morgun, 86 ára að aldri.

Griffith var frægur fyrir að leika lögreglustjórann Andy Taylor í The Andy Griffith show sem var sýndur á CBS sjónvarpsstöðinni á árunum 1960-1968. Einnig var hann þekktur fyrir að leika í lögfræðiþáttunum Matlock en þar lék hann aðalpersónu þáttarins, Ben Matlock.

Leikarinn var þrígiftur og átti tvö börn með sinni fyrstu konu, Barböru Bray Edwards. Sonur hans, Sam, sem bjó hjá leikaranum eftir skilnað foreldra sinna dó árið 1996 eftir margra ára baráttu við alkahólisma. Hann giftist grísku leikkonunni, Solica Cassuto 1973 og entist það hjónaband í átta ár. Hann giftist þriðju konu sinni, Cindi Knight, árið 1983. Þá var hún 27 ára og hann 56 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×