Erlent

Harmleikur í svissnesku ölpunum

Svissnesku alparnir
Svissnesku alparnir mynd/wikipedia
Fimm erlendir göngumenn féllu til bana þegar þeir gengu á Lagginhorn fjall í svissnesku ölpunum í dag.

Lögregluyfirvöld í Valais fylki telja að mennirnir hafi fallið hundruð metra og látist samstundis.

Þá er talið að mennirnir hafi verið tjóðraðir saman þegar slysið átti sér stað.

Það var sjötti meðlimur gönguhópsins sem tilkynnti um atvikið en hann hafði þurft að skilja við ferðafélaga sína vegna veikinda.

Ekki hefur verið greint frá þjóðerni mannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×