Erlent

Guðseindin að öllum líkindum fundin

Vísindamenn sem vinna við sterkeindahraðal Cern segja að þeir hafi fundið öreind sem að öllum líkindum er Higgs bóseindin en hún hefur gengið undir nafninu guðseindin.

Greint var frá þessu á ráðstefnu í Genf fyrir stundu. Þar með er lokið 45 ára leit að guðseindinni en hún útskýrir hvernig öreindir fá massa og er það með lykilatriði í að skilja tilurð alheimsins.

Fram kom hjá vísindamönnunum að frekari rannsóknarvinnu sé þröf til að hægt sé að segja með 100% vissu að tekist hafi að finna guðseindina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×