Erlent

Gíslataka í Þýskalandi

BBI skrifar
Öryggissveitir. Lögreglan hefur mikinn viðbúnað á svæðinu.
Öryggissveitir. Lögreglan hefur mikinn viðbúnað á svæðinu. Mynd úr safni.
Vopnaður maður hefur lokað sig af inni í byggingu og heldur þar nokkrum gíslum í borginni Karlsruhe í Suður-Þýskalandi.

Lögreglan er með mikinn viðbúnað við húsið en að sögn sjónarvotta var heypt af skotvopni þar innandyra og óttast lögreglan að einn gíslinn kunni að vera látinn. Enn liggur ekki fyrir hve marga gísla er um að ræða en fregnir herma að meðal þeirra sé fógetafulltrúi af svæðinu.

Byggingin sem lögreglan hefur umkringt er heimahús en þaðan virðist hafa átt að bera umræddan mann út með fógetavaldi fyrr í morgun. Því virðist hafa slegið í brýnu milli mannsins og fógetafulltrúans með þessum skelfilegu afleiðingum, en þetta hefur ekki fengist fyllilega staðfest.

Hér má sjá umfjöllun BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×