Erlent

Konunglegt brúðkaup er framundan í Mónakó

Konunglegt brúðkaup er framundan í furstadæminu Mónakó. Andrea Casiraghi elsti sonur Karólínu prinsessu og kólumbíska fegurðardísin Tatiana Domingo ætla að gifta sig á næsta ári að því er segir í tilkynningu frá Karólínu.

Hjónaefnin hafa lengi verið talin eitt fallegasta konunglega parið í heiminum. Þau eru bæði 28 ára gömul og hafa verið par í næstum átta ár.

Casiraghi er annar í erfðaröðinni í Mónakó á eftir Albert II prinsi. Fari svo að Albert og Charlene eiginkona hans eignist ekki börn mun Casiraghi erfa krúnuna í Mónakó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×