Erlent

Frosktegund skírð í höfuðið á Karli Bretaprins

Frosktegund hefur verið skírð í höfuðið á Karli Bretaprins. Um er að ræða áður óþekkta tegund af trjáfroski sem nýlega var uppgvötvuð í þjóðgarði í Ekvador í Suður Ameríku.

Hefur froskur þessi hlotið vísindanafnið Hylocirtus princecharlesi. Nafngiftin er til heiðurs Karli Bretaprinsi fyrir góðagerðastarfsemi prinsins á síðustu árum í þágu regnskóga heimsins.

Froskur þessi er talinn í útrýmingarhættu en nú er reynt að fjölga honum í dýragarði í Ekvador.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×