Erlent

Fundu listaverkafjársjóð í höll í Mílanó

Ítalskir listfræðingar hafa fundið um 100 teikningar og málverk eftir hinn þekkta endurreisnarmálara Caravaggio. Verkin fundust í höll í borginni Mílanó.

Talið er að verðmæti þessara verka geti numið allt að 700 milljónum evra eða um 111 milljörðum króna. Verkin málaði Caravaggio fyrir um 400 árum síðan.

Verkin voru geymd saman með öðrum verkum nemenda listmálarans Simone Peterzano í höllinni en Caravaggio stundaði listnám hjá þeim málara frá 11 ára aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×