Erlent

Kosið í Líbíu

Frá Líbía í dag.
Frá Líbía í dag. mynd/AFP
Fyrstu frjálsu kosningarnar í meira en hálfa öld fara fram í Líbíu í dag. Kjósa á bráðabirgðaþing sem fær það verkefni að velja ríkisstjórn og forsætisráðherra.

Ofbeldi í aðdraganda kosninganna varpar þó skugga á þær svo og átök á milli íbúa ákveðinna landssvæða.

Ráðist var á starfsfólk kjörstaðar í Benghazi og kosningaseðlum rænt. Þá var starfsmaður kjörstjórnar skotinn til bana í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×