Stuðningsgrein: Heldur þann versta en þann næstbesta – Dauðu atkvæðin skipta máli Sigurborg Daðadóttir skrifar 26. júní 2012 22:00 „Heldur þann versta en þann næstbesta" sagði Snæfríður Íslandssól þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki dómkirkjuprestinn. Flestir Íslendingar þekkja sögu Snæfríðar í Íslandsklukku Halldórs Laxness, en til upprifjunar er söguþráðurinn í grófum dráttum þessi: Snæfríður er ástfangin af Árna (Arnasi Arnæus) og fylgir honum um landið þegar hann safnar handritum. Árni er sjálfhverfur og heltekinn af handritunum. Snæfríður giftist fyllibyttunni Magnúsi í Bræðratungu, þrátt fyrir að elska Árna. Nú þegar styttist í forsetakosningar má án hroka segja að valið standi á milli Þóru og Ólafs Ragnars. Á framboðsfundi Ara Trausta á vinnustað mínum fyrr í mánuðinum, þar sem hann í ræðu sinni fann Ólafi Ragnari allt til foráttu, spurði ég hvort hann hefði hugleitt að draga framboð sitt til baka þegar nær drægi kosningadegi og nokkuð ljóst væri að aðeins einn hefði raunhæfan möguleika á að fella Ólaf Ragnar. Svarið var „nei" og rökstuddi hann svarið með því að segja að það væri lýðræðislegur réttur hvers og eins að kjósa þann sem honum hugnast best og treysti best til að verða góður forseti. Ein samstarfskona mín tjáði sig strax í kjölfarið og sagði að þá ykjust líkurnar á að Ólafur Ragnar næði endurkjöri og í framboðsræðu hans hefði komið skýrt fram að Ólafur Ragnar væri versti kosturinn. Ari Trausti yppti öxlum, sagði að svo yrði þá bara að vera. Það var ekki laust við að ég hafi séð sjálfhverfan handritasafnara fyrir mér á þeirri stundu. Ólafur Ragnar Grímsson er versti kosturinn af frambjóðendunum sex, að mínu mati og þar með er ég sammála Ara Trausta. Það má færa fyrir því rök að Ólafur Ragnar sé „útrásar fyllibytta" en ekki alkahól fyllibytta eins og Magnús í Bræðratungu. Sem forseti Íslands, skrifaði Ólafur Ragnar Grímsson meðmælabréf fyrir „útrásarvíkingana", mærði þá í riti og töluðu máli. Til kosta þeirra nefndi hann vinnusiðferði, áhættusækni, litla skriffinnsku, skjótar ákvarðanatökur í litlum hópum ofl. (Skýrsla rannsóknanefndar Alþingis, 8. bindi). Punktinn yfir i-ið setti Ólafur Ragnar þegar hann gerðist nokkurs konar umboðsmaður Kaupþings við kaup Al Thani í Katar á hlutabréfum bankans, sem við vitum í dag að var svívirðilegt svindl. Ólafur Ragnar hélt ótal hádegisverðarboð á Bessastöðum fyrir „útrásarvíkingana" þegar þeir voru að koma „bólu viðskiptum" á koppinn. Hann baðaði sig í opnunarveislum „útrásarvíkinganna" út um allan heim og ferðaðist í einkaþotum þeirra. Þetta eru allt staðreyndir og sýnir spillingu og siðblindu Ólafs Ragnars í aðdraganda hrunsins. Hann hefur ekki siðferði til að stíga til hliðar, því þarf þjóðin að gefa honum frí og þakka pent fyrir „gamla Ísland", horfa fram á veginn og byggja upp nýtt og betra samfélag með samhug og heiðarleika að leiðarljósi. Á þeim 16 árum sem Ólafur Ragnar hefur verið forseti hefur hann aldrei þegið boð Samtakanna 78 um að vera viðstaddur fögnuði vegna merkra áfanga í réttarbótum samkynhneigðra. Vigdís Finnbogadóttir hefur ævinlega þegið boð og samfagnað sem og tugþúsundir Íslendinga á hverju ári í „Gleðigöngunni". Réttarbætur minnihlutahópa á Íslandi eru ekki nógu fínar fyrir forsetann Ólaf Ragnar, það er líklega fínna að borða gullflögur með „útrásarvíkingum". Með vísan til þess sem að framan er skrifað hvet ég kjósendur til að hugleiða afleiðingar atkvæða sinna. Allt bendir til þess að atkvæði greidd öðrum en Ólafi Ragnari og Þóru teljast ekki með í úrslitunum. Það er staðreynd vegna þess að aðeins ein umferð er í forsetakosningum hér á landi, því miður. Auðvitað ætti þjóðkjörinn forseti ekki að vera kjörinn nema að lágmarki með 51% greiddra atkvæða, en því miður eru lögin ekki þannig í dag. Það er skiljanlegt að Snæfríður, 17 ára unglingurinn, hafi í bræði valið þann versta fyrst hún fékk ekki þann besta. Ég ætla fullþroskuðu fólki að hugleiða málið í kjörklefanum og taka yfirvegaða ákvörðun, af skynsemi og hafna siðblindu Ólafs Ragnars Grímssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
„Heldur þann versta en þann næstbesta" sagði Snæfríður Íslandssól þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki dómkirkjuprestinn. Flestir Íslendingar þekkja sögu Snæfríðar í Íslandsklukku Halldórs Laxness, en til upprifjunar er söguþráðurinn í grófum dráttum þessi: Snæfríður er ástfangin af Árna (Arnasi Arnæus) og fylgir honum um landið þegar hann safnar handritum. Árni er sjálfhverfur og heltekinn af handritunum. Snæfríður giftist fyllibyttunni Magnúsi í Bræðratungu, þrátt fyrir að elska Árna. Nú þegar styttist í forsetakosningar má án hroka segja að valið standi á milli Þóru og Ólafs Ragnars. Á framboðsfundi Ara Trausta á vinnustað mínum fyrr í mánuðinum, þar sem hann í ræðu sinni fann Ólafi Ragnari allt til foráttu, spurði ég hvort hann hefði hugleitt að draga framboð sitt til baka þegar nær drægi kosningadegi og nokkuð ljóst væri að aðeins einn hefði raunhæfan möguleika á að fella Ólaf Ragnar. Svarið var „nei" og rökstuddi hann svarið með því að segja að það væri lýðræðislegur réttur hvers og eins að kjósa þann sem honum hugnast best og treysti best til að verða góður forseti. Ein samstarfskona mín tjáði sig strax í kjölfarið og sagði að þá ykjust líkurnar á að Ólafur Ragnar næði endurkjöri og í framboðsræðu hans hefði komið skýrt fram að Ólafur Ragnar væri versti kosturinn. Ari Trausti yppti öxlum, sagði að svo yrði þá bara að vera. Það var ekki laust við að ég hafi séð sjálfhverfan handritasafnara fyrir mér á þeirri stundu. Ólafur Ragnar Grímsson er versti kosturinn af frambjóðendunum sex, að mínu mati og þar með er ég sammála Ara Trausta. Það má færa fyrir því rök að Ólafur Ragnar sé „útrásar fyllibytta" en ekki alkahól fyllibytta eins og Magnús í Bræðratungu. Sem forseti Íslands, skrifaði Ólafur Ragnar Grímsson meðmælabréf fyrir „útrásarvíkingana", mærði þá í riti og töluðu máli. Til kosta þeirra nefndi hann vinnusiðferði, áhættusækni, litla skriffinnsku, skjótar ákvarðanatökur í litlum hópum ofl. (Skýrsla rannsóknanefndar Alþingis, 8. bindi). Punktinn yfir i-ið setti Ólafur Ragnar þegar hann gerðist nokkurs konar umboðsmaður Kaupþings við kaup Al Thani í Katar á hlutabréfum bankans, sem við vitum í dag að var svívirðilegt svindl. Ólafur Ragnar hélt ótal hádegisverðarboð á Bessastöðum fyrir „útrásarvíkingana" þegar þeir voru að koma „bólu viðskiptum" á koppinn. Hann baðaði sig í opnunarveislum „útrásarvíkinganna" út um allan heim og ferðaðist í einkaþotum þeirra. Þetta eru allt staðreyndir og sýnir spillingu og siðblindu Ólafs Ragnars í aðdraganda hrunsins. Hann hefur ekki siðferði til að stíga til hliðar, því þarf þjóðin að gefa honum frí og þakka pent fyrir „gamla Ísland", horfa fram á veginn og byggja upp nýtt og betra samfélag með samhug og heiðarleika að leiðarljósi. Á þeim 16 árum sem Ólafur Ragnar hefur verið forseti hefur hann aldrei þegið boð Samtakanna 78 um að vera viðstaddur fögnuði vegna merkra áfanga í réttarbótum samkynhneigðra. Vigdís Finnbogadóttir hefur ævinlega þegið boð og samfagnað sem og tugþúsundir Íslendinga á hverju ári í „Gleðigöngunni". Réttarbætur minnihlutahópa á Íslandi eru ekki nógu fínar fyrir forsetann Ólaf Ragnar, það er líklega fínna að borða gullflögur með „útrásarvíkingum". Með vísan til þess sem að framan er skrifað hvet ég kjósendur til að hugleiða afleiðingar atkvæða sinna. Allt bendir til þess að atkvæði greidd öðrum en Ólafi Ragnari og Þóru teljast ekki með í úrslitunum. Það er staðreynd vegna þess að aðeins ein umferð er í forsetakosningum hér á landi, því miður. Auðvitað ætti þjóðkjörinn forseti ekki að vera kjörinn nema að lágmarki með 51% greiddra atkvæða, en því miður eru lögin ekki þannig í dag. Það er skiljanlegt að Snæfríður, 17 ára unglingurinn, hafi í bræði valið þann versta fyrst hún fékk ekki þann besta. Ég ætla fullþroskuðu fólki að hugleiða málið í kjörklefanum og taka yfirvegaða ákvörðun, af skynsemi og hafna siðblindu Ólafs Ragnars Grímssonar.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun