„Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. júní 2012 16:27 Vestmannaeyjar „Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur. Það sem er kannski verst er að sjá þennan helkalda veruleika berast fyrir framan sig eftir að hafa fengið það ítrekað í andlitið frá þingmönnum að við séum að stunda hræðsluáróður." Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fyrr í dag var greint frá því að Vinnslustöðin hafi ákveðið að segja upp 41 starfsmanni sem og að setja uppsjávarveiðiskipið Gandí VE á söluskrá. Í fréttatilkynningu frá Vinnslustöðinni kemur fram að breytingar á veiðigjöldum séu helsta ástæða uppsagnanna. „Nú stöndum við frammi fyrir því að 41 einstaklingur mun missa atvinnu sína og ábyrgðin er öll hjá ríkisstjórninni," segir Elliði. Hann bendir á að ríkisstjórninni hafi borist fjöldi viðvarana vegna frumvarpsins: „Við sjáum það nú að hræðsluáróðurinn var ekkert annað en einlæg ábending um hvað myndi gerast í kjölfarið."Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Vinnslustöðin sé að leiðrétta eigin rekstrarákvarðanir og beiti fyrir sér veiðigjaldinu sem skýringu. Þá setur hún spurningarmerki við arðgreiðslur til fyrirtækisins og eigenda þess á síðustu áru. Elliði segir ummæli Ólínu vera forkastanleg. „Það er ömurlegt að þingmaður skuli ekki geta horfst í augu við afleiðingar gjörða sinna. Og að vera að blanda þessari umræðu um arðgreiðslur inn í þetta er ekkert annað en tilraun til þess að breiða yfir þær hörmungar sem hlotist hafa af ákvörðunum þeirra." „Auðvitað er skaðinn mestur hjá okkur Eyjamönnum í þessu tilviki," segir Elliði. „En við erum aðeins að sjá glitta í toppinn á ísjakanum og skaðinn kemur til með að liggja hjá þjóðinni allri." Tengdar fréttir Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45 Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur. Það sem er kannski verst er að sjá þennan helkalda veruleika berast fyrir framan sig eftir að hafa fengið það ítrekað í andlitið frá þingmönnum að við séum að stunda hræðsluáróður." Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fyrr í dag var greint frá því að Vinnslustöðin hafi ákveðið að segja upp 41 starfsmanni sem og að setja uppsjávarveiðiskipið Gandí VE á söluskrá. Í fréttatilkynningu frá Vinnslustöðinni kemur fram að breytingar á veiðigjöldum séu helsta ástæða uppsagnanna. „Nú stöndum við frammi fyrir því að 41 einstaklingur mun missa atvinnu sína og ábyrgðin er öll hjá ríkisstjórninni," segir Elliði. Hann bendir á að ríkisstjórninni hafi borist fjöldi viðvarana vegna frumvarpsins: „Við sjáum það nú að hræðsluáróðurinn var ekkert annað en einlæg ábending um hvað myndi gerast í kjölfarið."Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Vinnslustöðin sé að leiðrétta eigin rekstrarákvarðanir og beiti fyrir sér veiðigjaldinu sem skýringu. Þá setur hún spurningarmerki við arðgreiðslur til fyrirtækisins og eigenda þess á síðustu áru. Elliði segir ummæli Ólínu vera forkastanleg. „Það er ömurlegt að þingmaður skuli ekki geta horfst í augu við afleiðingar gjörða sinna. Og að vera að blanda þessari umræðu um arðgreiðslur inn í þetta er ekkert annað en tilraun til þess að breiða yfir þær hörmungar sem hlotist hafa af ákvörðunum þeirra." „Auðvitað er skaðinn mestur hjá okkur Eyjamönnum í þessu tilviki," segir Elliði. „En við erum aðeins að sjá glitta í toppinn á ísjakanum og skaðinn kemur til með að liggja hjá þjóðinni allri."
Tengdar fréttir Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45 Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45
Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58