„Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. júní 2012 16:27 Vestmannaeyjar „Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur. Það sem er kannski verst er að sjá þennan helkalda veruleika berast fyrir framan sig eftir að hafa fengið það ítrekað í andlitið frá þingmönnum að við séum að stunda hræðsluáróður." Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fyrr í dag var greint frá því að Vinnslustöðin hafi ákveðið að segja upp 41 starfsmanni sem og að setja uppsjávarveiðiskipið Gandí VE á söluskrá. Í fréttatilkynningu frá Vinnslustöðinni kemur fram að breytingar á veiðigjöldum séu helsta ástæða uppsagnanna. „Nú stöndum við frammi fyrir því að 41 einstaklingur mun missa atvinnu sína og ábyrgðin er öll hjá ríkisstjórninni," segir Elliði. Hann bendir á að ríkisstjórninni hafi borist fjöldi viðvarana vegna frumvarpsins: „Við sjáum það nú að hræðsluáróðurinn var ekkert annað en einlæg ábending um hvað myndi gerast í kjölfarið."Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Vinnslustöðin sé að leiðrétta eigin rekstrarákvarðanir og beiti fyrir sér veiðigjaldinu sem skýringu. Þá setur hún spurningarmerki við arðgreiðslur til fyrirtækisins og eigenda þess á síðustu áru. Elliði segir ummæli Ólínu vera forkastanleg. „Það er ömurlegt að þingmaður skuli ekki geta horfst í augu við afleiðingar gjörða sinna. Og að vera að blanda þessari umræðu um arðgreiðslur inn í þetta er ekkert annað en tilraun til þess að breiða yfir þær hörmungar sem hlotist hafa af ákvörðunum þeirra." „Auðvitað er skaðinn mestur hjá okkur Eyjamönnum í þessu tilviki," segir Elliði. „En við erum aðeins að sjá glitta í toppinn á ísjakanum og skaðinn kemur til með að liggja hjá þjóðinni allri." Tengdar fréttir Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45 Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
„Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur. Það sem er kannski verst er að sjá þennan helkalda veruleika berast fyrir framan sig eftir að hafa fengið það ítrekað í andlitið frá þingmönnum að við séum að stunda hræðsluáróður." Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fyrr í dag var greint frá því að Vinnslustöðin hafi ákveðið að segja upp 41 starfsmanni sem og að setja uppsjávarveiðiskipið Gandí VE á söluskrá. Í fréttatilkynningu frá Vinnslustöðinni kemur fram að breytingar á veiðigjöldum séu helsta ástæða uppsagnanna. „Nú stöndum við frammi fyrir því að 41 einstaklingur mun missa atvinnu sína og ábyrgðin er öll hjá ríkisstjórninni," segir Elliði. Hann bendir á að ríkisstjórninni hafi borist fjöldi viðvarana vegna frumvarpsins: „Við sjáum það nú að hræðsluáróðurinn var ekkert annað en einlæg ábending um hvað myndi gerast í kjölfarið."Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Vinnslustöðin sé að leiðrétta eigin rekstrarákvarðanir og beiti fyrir sér veiðigjaldinu sem skýringu. Þá setur hún spurningarmerki við arðgreiðslur til fyrirtækisins og eigenda þess á síðustu áru. Elliði segir ummæli Ólínu vera forkastanleg. „Það er ömurlegt að þingmaður skuli ekki geta horfst í augu við afleiðingar gjörða sinna. Og að vera að blanda þessari umræðu um arðgreiðslur inn í þetta er ekkert annað en tilraun til þess að breiða yfir þær hörmungar sem hlotist hafa af ákvörðunum þeirra." „Auðvitað er skaðinn mestur hjá okkur Eyjamönnum í þessu tilviki," segir Elliði. „En við erum aðeins að sjá glitta í toppinn á ísjakanum og skaðinn kemur til með að liggja hjá þjóðinni allri."
Tengdar fréttir Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45 Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45
Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent