„Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. júní 2012 16:27 Vestmannaeyjar „Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur. Það sem er kannski verst er að sjá þennan helkalda veruleika berast fyrir framan sig eftir að hafa fengið það ítrekað í andlitið frá þingmönnum að við séum að stunda hræðsluáróður." Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fyrr í dag var greint frá því að Vinnslustöðin hafi ákveðið að segja upp 41 starfsmanni sem og að setja uppsjávarveiðiskipið Gandí VE á söluskrá. Í fréttatilkynningu frá Vinnslustöðinni kemur fram að breytingar á veiðigjöldum séu helsta ástæða uppsagnanna. „Nú stöndum við frammi fyrir því að 41 einstaklingur mun missa atvinnu sína og ábyrgðin er öll hjá ríkisstjórninni," segir Elliði. Hann bendir á að ríkisstjórninni hafi borist fjöldi viðvarana vegna frumvarpsins: „Við sjáum það nú að hræðsluáróðurinn var ekkert annað en einlæg ábending um hvað myndi gerast í kjölfarið."Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Vinnslustöðin sé að leiðrétta eigin rekstrarákvarðanir og beiti fyrir sér veiðigjaldinu sem skýringu. Þá setur hún spurningarmerki við arðgreiðslur til fyrirtækisins og eigenda þess á síðustu áru. Elliði segir ummæli Ólínu vera forkastanleg. „Það er ömurlegt að þingmaður skuli ekki geta horfst í augu við afleiðingar gjörða sinna. Og að vera að blanda þessari umræðu um arðgreiðslur inn í þetta er ekkert annað en tilraun til þess að breiða yfir þær hörmungar sem hlotist hafa af ákvörðunum þeirra." „Auðvitað er skaðinn mestur hjá okkur Eyjamönnum í þessu tilviki," segir Elliði. „En við erum aðeins að sjá glitta í toppinn á ísjakanum og skaðinn kemur til með að liggja hjá þjóðinni allri." Tengdar fréttir Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45 Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur. Það sem er kannski verst er að sjá þennan helkalda veruleika berast fyrir framan sig eftir að hafa fengið það ítrekað í andlitið frá þingmönnum að við séum að stunda hræðsluáróður." Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fyrr í dag var greint frá því að Vinnslustöðin hafi ákveðið að segja upp 41 starfsmanni sem og að setja uppsjávarveiðiskipið Gandí VE á söluskrá. Í fréttatilkynningu frá Vinnslustöðinni kemur fram að breytingar á veiðigjöldum séu helsta ástæða uppsagnanna. „Nú stöndum við frammi fyrir því að 41 einstaklingur mun missa atvinnu sína og ábyrgðin er öll hjá ríkisstjórninni," segir Elliði. Hann bendir á að ríkisstjórninni hafi borist fjöldi viðvarana vegna frumvarpsins: „Við sjáum það nú að hræðsluáróðurinn var ekkert annað en einlæg ábending um hvað myndi gerast í kjölfarið."Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Vinnslustöðin sé að leiðrétta eigin rekstrarákvarðanir og beiti fyrir sér veiðigjaldinu sem skýringu. Þá setur hún spurningarmerki við arðgreiðslur til fyrirtækisins og eigenda þess á síðustu áru. Elliði segir ummæli Ólínu vera forkastanleg. „Það er ömurlegt að þingmaður skuli ekki geta horfst í augu við afleiðingar gjörða sinna. Og að vera að blanda þessari umræðu um arðgreiðslur inn í þetta er ekkert annað en tilraun til þess að breiða yfir þær hörmungar sem hlotist hafa af ákvörðunum þeirra." „Auðvitað er skaðinn mestur hjá okkur Eyjamönnum í þessu tilviki," segir Elliði. „En við erum aðeins að sjá glitta í toppinn á ísjakanum og skaðinn kemur til með að liggja hjá þjóðinni allri."
Tengdar fréttir Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45 Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45
Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58