„Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. júní 2012 16:27 Vestmannaeyjar „Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur. Það sem er kannski verst er að sjá þennan helkalda veruleika berast fyrir framan sig eftir að hafa fengið það ítrekað í andlitið frá þingmönnum að við séum að stunda hræðsluáróður." Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fyrr í dag var greint frá því að Vinnslustöðin hafi ákveðið að segja upp 41 starfsmanni sem og að setja uppsjávarveiðiskipið Gandí VE á söluskrá. Í fréttatilkynningu frá Vinnslustöðinni kemur fram að breytingar á veiðigjöldum séu helsta ástæða uppsagnanna. „Nú stöndum við frammi fyrir því að 41 einstaklingur mun missa atvinnu sína og ábyrgðin er öll hjá ríkisstjórninni," segir Elliði. Hann bendir á að ríkisstjórninni hafi borist fjöldi viðvarana vegna frumvarpsins: „Við sjáum það nú að hræðsluáróðurinn var ekkert annað en einlæg ábending um hvað myndi gerast í kjölfarið."Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Vinnslustöðin sé að leiðrétta eigin rekstrarákvarðanir og beiti fyrir sér veiðigjaldinu sem skýringu. Þá setur hún spurningarmerki við arðgreiðslur til fyrirtækisins og eigenda þess á síðustu áru. Elliði segir ummæli Ólínu vera forkastanleg. „Það er ömurlegt að þingmaður skuli ekki geta horfst í augu við afleiðingar gjörða sinna. Og að vera að blanda þessari umræðu um arðgreiðslur inn í þetta er ekkert annað en tilraun til þess að breiða yfir þær hörmungar sem hlotist hafa af ákvörðunum þeirra." „Auðvitað er skaðinn mestur hjá okkur Eyjamönnum í þessu tilviki," segir Elliði. „En við erum aðeins að sjá glitta í toppinn á ísjakanum og skaðinn kemur til með að liggja hjá þjóðinni allri." Tengdar fréttir Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45 Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
„Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur. Það sem er kannski verst er að sjá þennan helkalda veruleika berast fyrir framan sig eftir að hafa fengið það ítrekað í andlitið frá þingmönnum að við séum að stunda hræðsluáróður." Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fyrr í dag var greint frá því að Vinnslustöðin hafi ákveðið að segja upp 41 starfsmanni sem og að setja uppsjávarveiðiskipið Gandí VE á söluskrá. Í fréttatilkynningu frá Vinnslustöðinni kemur fram að breytingar á veiðigjöldum séu helsta ástæða uppsagnanna. „Nú stöndum við frammi fyrir því að 41 einstaklingur mun missa atvinnu sína og ábyrgðin er öll hjá ríkisstjórninni," segir Elliði. Hann bendir á að ríkisstjórninni hafi borist fjöldi viðvarana vegna frumvarpsins: „Við sjáum það nú að hræðsluáróðurinn var ekkert annað en einlæg ábending um hvað myndi gerast í kjölfarið."Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Vinnslustöðin sé að leiðrétta eigin rekstrarákvarðanir og beiti fyrir sér veiðigjaldinu sem skýringu. Þá setur hún spurningarmerki við arðgreiðslur til fyrirtækisins og eigenda þess á síðustu áru. Elliði segir ummæli Ólínu vera forkastanleg. „Það er ömurlegt að þingmaður skuli ekki geta horfst í augu við afleiðingar gjörða sinna. Og að vera að blanda þessari umræðu um arðgreiðslur inn í þetta er ekkert annað en tilraun til þess að breiða yfir þær hörmungar sem hlotist hafa af ákvörðunum þeirra." „Auðvitað er skaðinn mestur hjá okkur Eyjamönnum í þessu tilviki," segir Elliði. „En við erum aðeins að sjá glitta í toppinn á ísjakanum og skaðinn kemur til með að liggja hjá þjóðinni allri."
Tengdar fréttir Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45 Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45
Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58