"Ómaklegar, órökstuddar og feiknalega ósanngjarnar" Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2012 18:30 Steingrímur J. Sigfússon segir ómaklegt og fáránlegt hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að kenna núverandi ríkisstjórn um óvænt útgjöld vegna yfirtökunnar á Sparisjóðnum í Keflavík. Ríkið hafi þar fengið vanda í fangið sem skapaðist vegna þess hvernig sparisjóðnum var stýrt. Það var niðurstaða úrskurðarnefndar sem fjallaði um ágreining milli ríkisins og Landsbankans um verðmæti eigna SpKef að ríkið þyrfti að greiða Landsbankanum 19 milljarða króna með þeim innistæðum sem Landsbankinn tók yfir við sameininguna við sparisjóðinn. Þetta er 8 milljörðum króna hærri fjárhæð en lagt var upp með í fyrra þegar sameining SpKef og Landsbankans var kynnt. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kallaði eftir því í kvöldfréttum okkar á föstudag að einhver þyrfti að axla ábyrgð á þessu „klúðri." Þá vill Guðlaugur Þór Þórðarson rannsókn aðkomu fjármálaráðuneytisins að SpKef í tíð Steingríms J. Sigfússonar. Steingrímur segir þetta fráleitan málflutning. „Ríkið kemur að málinu þegar allt er búið og gert og kemur að starfsemi sparisjóðsins og þegar engu verður um hið liðna breytt. Þess vegna er það feiknalega ósanngjarnt og ómaklegt að koma með ásakanir af því tagi sem í reynd láta að því liggja að ábyrgðin á þessum ósköpum sé hjá ríkinu, sem fær þetta í fangið, en ekki hjá þeim sem stýrðu sparisjóðnum. Áður en menn sýna fram á það með rökum og dæmum að forða hefði mátt einhverju tjóni með öðrum aðgerðum þá ættu menn nú að fara varlega í slíkar ásakanir. Þær eru ómaklegar, órökstuddar og feiknalega ósanngjarnar og mér finnst það koma úr hörðustu átt að þær komi frá forystumönnum Sjálfstæðisflokksins. En auðvitað eru þeir að reyna að draga upp þá mynd fyrir þjóðinni að hér hafi ekki í sjálfu sér orðið bankahrun. „Hið svokallaða bankahrun" segja þeir sumir hverjir og reyna að yfirfæra ábyrgðina á þessum hörmungum yfir á þau stjórnvöld sem fengu það hlutskipti að vinna úr þessu," segir Steingrímur J. Sigfússon. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem gagnrýnt hafa aðkomu fjármálaráðuneytisins að SpKef hafa ekki komið með nein dæmi um hvað stjórnvöld áttu að gera öðruvísi þegar SpKef var tekinn yfir og síðar sameinaður Landsbankanum. Í gildi er yfirlýsing um tryggingu ríkisins á öllum innistæðum í landinu og ef það átti að láta viðskiptavini fjármálafyrirtækja njóta jafnræðis var útilokað fyrir ríkið að gera eitthvað annað en að ábyrgjast skuldbindingar SpKef gagnvart sparifjáreigendum. Í haust er væntanleg skýrsla rannsóknarnefndar sparisjóðanna þar sem meðal annars verður ítarlega fjallað um lánveitingar Sparisjóðsins í Keflavík. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Yfirtakan á SpKef eitt allsherjar klúður - einhver þarf að axla ábyrgð Yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík er eitt allsherjar klúður sem einhver þarf að axla ábyrgð á, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirtakan kostar ríkissjóð 19 milljarða króna, eða 8 milljörðum meira en gefið var út þegar sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum. 8. júní 2012 19:48 Vill rannsaka verklag Steingríms vegna Spkef Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að aðkoma Steingríms J. Sigfússonar að Spkef verði rannsökuð. Nýlega kom í ljós að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja einnistæður í sparisjóðnum. 9. júní 2012 14:17 "Eins og Steingrímur haldi að hann sé hafinn yfir lög“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjármálaráðuneytið, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar, hafi leppað hlut kröfuhafa SpKef. Guðlaugur gagnrýnir að aðkoma Steingríms að bankanum hafi ekki verið formlega rannsökuð. 9. júní 2012 18:59 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon segir ómaklegt og fáránlegt hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að kenna núverandi ríkisstjórn um óvænt útgjöld vegna yfirtökunnar á Sparisjóðnum í Keflavík. Ríkið hafi þar fengið vanda í fangið sem skapaðist vegna þess hvernig sparisjóðnum var stýrt. Það var niðurstaða úrskurðarnefndar sem fjallaði um ágreining milli ríkisins og Landsbankans um verðmæti eigna SpKef að ríkið þyrfti að greiða Landsbankanum 19 milljarða króna með þeim innistæðum sem Landsbankinn tók yfir við sameininguna við sparisjóðinn. Þetta er 8 milljörðum króna hærri fjárhæð en lagt var upp með í fyrra þegar sameining SpKef og Landsbankans var kynnt. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kallaði eftir því í kvöldfréttum okkar á föstudag að einhver þyrfti að axla ábyrgð á þessu „klúðri." Þá vill Guðlaugur Þór Þórðarson rannsókn aðkomu fjármálaráðuneytisins að SpKef í tíð Steingríms J. Sigfússonar. Steingrímur segir þetta fráleitan málflutning. „Ríkið kemur að málinu þegar allt er búið og gert og kemur að starfsemi sparisjóðsins og þegar engu verður um hið liðna breytt. Þess vegna er það feiknalega ósanngjarnt og ómaklegt að koma með ásakanir af því tagi sem í reynd láta að því liggja að ábyrgðin á þessum ósköpum sé hjá ríkinu, sem fær þetta í fangið, en ekki hjá þeim sem stýrðu sparisjóðnum. Áður en menn sýna fram á það með rökum og dæmum að forða hefði mátt einhverju tjóni með öðrum aðgerðum þá ættu menn nú að fara varlega í slíkar ásakanir. Þær eru ómaklegar, órökstuddar og feiknalega ósanngjarnar og mér finnst það koma úr hörðustu átt að þær komi frá forystumönnum Sjálfstæðisflokksins. En auðvitað eru þeir að reyna að draga upp þá mynd fyrir þjóðinni að hér hafi ekki í sjálfu sér orðið bankahrun. „Hið svokallaða bankahrun" segja þeir sumir hverjir og reyna að yfirfæra ábyrgðina á þessum hörmungum yfir á þau stjórnvöld sem fengu það hlutskipti að vinna úr þessu," segir Steingrímur J. Sigfússon. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem gagnrýnt hafa aðkomu fjármálaráðuneytisins að SpKef hafa ekki komið með nein dæmi um hvað stjórnvöld áttu að gera öðruvísi þegar SpKef var tekinn yfir og síðar sameinaður Landsbankanum. Í gildi er yfirlýsing um tryggingu ríkisins á öllum innistæðum í landinu og ef það átti að láta viðskiptavini fjármálafyrirtækja njóta jafnræðis var útilokað fyrir ríkið að gera eitthvað annað en að ábyrgjast skuldbindingar SpKef gagnvart sparifjáreigendum. Í haust er væntanleg skýrsla rannsóknarnefndar sparisjóðanna þar sem meðal annars verður ítarlega fjallað um lánveitingar Sparisjóðsins í Keflavík. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Yfirtakan á SpKef eitt allsherjar klúður - einhver þarf að axla ábyrgð Yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík er eitt allsherjar klúður sem einhver þarf að axla ábyrgð á, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirtakan kostar ríkissjóð 19 milljarða króna, eða 8 milljörðum meira en gefið var út þegar sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum. 8. júní 2012 19:48 Vill rannsaka verklag Steingríms vegna Spkef Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að aðkoma Steingríms J. Sigfússonar að Spkef verði rannsökuð. Nýlega kom í ljós að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja einnistæður í sparisjóðnum. 9. júní 2012 14:17 "Eins og Steingrímur haldi að hann sé hafinn yfir lög“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjármálaráðuneytið, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar, hafi leppað hlut kröfuhafa SpKef. Guðlaugur gagnrýnir að aðkoma Steingríms að bankanum hafi ekki verið formlega rannsökuð. 9. júní 2012 18:59 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Yfirtakan á SpKef eitt allsherjar klúður - einhver þarf að axla ábyrgð Yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík er eitt allsherjar klúður sem einhver þarf að axla ábyrgð á, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirtakan kostar ríkissjóð 19 milljarða króna, eða 8 milljörðum meira en gefið var út þegar sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum. 8. júní 2012 19:48
Vill rannsaka verklag Steingríms vegna Spkef Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að aðkoma Steingríms J. Sigfússonar að Spkef verði rannsökuð. Nýlega kom í ljós að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja einnistæður í sparisjóðnum. 9. júní 2012 14:17
"Eins og Steingrímur haldi að hann sé hafinn yfir lög“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjármálaráðuneytið, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar, hafi leppað hlut kröfuhafa SpKef. Guðlaugur gagnrýnir að aðkoma Steingríms að bankanum hafi ekki verið formlega rannsökuð. 9. júní 2012 18:59