Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 23:01 Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá SI segir íslensk stjórnvöld verða að íhuga EES-samninginn ef ráðstafanirnar taka gildi. Vísir/Ívar Fannar Samtök iðnaðarins segja óásættanlegt að íslenskir kísilframleiðendur þurfi að fylgja íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins en loka eigi á aðgang þeirra að Evrópumarkaði. Verði af verndarráðstöfunum þurfi íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningsins Greint var frá því í morgun að Evrópusambandið hafi frestað ákvörðun um verndarráðstafanir á íslenskan og norskan kísilmálm til morguns. Endanlega ákvörðun átti að taka síðastliðinn föstudag eftir að ákveðið var að Ísland og Noregur yrðu ekki undanþegin verndarráðstöfunum sambandsins. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins vonar að frestun fundarins sé til marks um að ekki sé full eining innan Evrópusambandsins um ráðstafanirnar. „Það lítur út fyrir það, þegar verið er að fresta svona stórri ákvörðun í tvígang að það þýði að það er einhver samstaða með Íslandi og Noregi og við vitum að Norðurlöndin hafa tekið undir okkar sjónarmið,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Þvert gegn anda EES-samningsins Sigríður er sjálf á leið út til Brussel til að sækja fundi þingmanna- og ráðgjafanefndar EFTA seinna í vikunni. Hún telur verndarráðstafanirnar verða ofarlega á baugi. „Þessi tillaga er þvert gegn anda EES samstarfsins og yrði mjög slæmt fordæmi til framtíðar.“ Taki verndarráðstafanirnar gildi verði íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningins. „Og skoða með mjög gagnrýnum huga nýtt regluverk sem er að koma inn og horfa a það með gagnrýnum augum. Af því að það gengur ekki að bera kostnað af regluverkinu en hafa ekki aðgengi að mörkuðum,“ segir Sigríður. Óboðlegt að skerða aðgengi að mörkuðum Evrópumarkaðurinn er mjög mikilvægur fyrirtækjum eins og Elkem á Grundartanga sem flytja út mikið magn kísilmálms. Draga þarf úr framleiðslu Elkem á næstu vikum, meðal annars vegna óvissu á mörkuðum. „Íslensk fyrirtæki búa við regluverk sem á mörgum köflum getur verið mjög íþyngjandi og hækkar þeirra framleiðslukostnað. Meðal annars kröfur í umhverfismálum, loftslagsmálum, greiða gríðarlega mikið inn á Evrópumarkað í formi kolefnisskatta og fleira. Það er algjörlega óboðlegt ef niðurstaðan verður sú í þessu máli að þau hafi ekki fullan og greiðan aðgang að mörkuðum.“ Stóriðja Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir mikla óvissu ríkja um verndarráðstafanir Evrópusambandsins á íslenskan og norskan kísilmálm og lítið sé hægt að geta sér til um ákvörðun sambandsins. Raungerist ráðstafanirnar hafi hún mestar áhyggjur af getu til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum. 17. nóvember 2025 12:51 Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun. 17. nóvember 2025 08:56 Fundinum mikilvæga frestað Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum. 14. nóvember 2025 15:53 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Evrópusambandið hafi frestað ákvörðun um verndarráðstafanir á íslenskan og norskan kísilmálm til morguns. Endanlega ákvörðun átti að taka síðastliðinn föstudag eftir að ákveðið var að Ísland og Noregur yrðu ekki undanþegin verndarráðstöfunum sambandsins. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins vonar að frestun fundarins sé til marks um að ekki sé full eining innan Evrópusambandsins um ráðstafanirnar. „Það lítur út fyrir það, þegar verið er að fresta svona stórri ákvörðun í tvígang að það þýði að það er einhver samstaða með Íslandi og Noregi og við vitum að Norðurlöndin hafa tekið undir okkar sjónarmið,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Þvert gegn anda EES-samningsins Sigríður er sjálf á leið út til Brussel til að sækja fundi þingmanna- og ráðgjafanefndar EFTA seinna í vikunni. Hún telur verndarráðstafanirnar verða ofarlega á baugi. „Þessi tillaga er þvert gegn anda EES samstarfsins og yrði mjög slæmt fordæmi til framtíðar.“ Taki verndarráðstafanirnar gildi verði íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningins. „Og skoða með mjög gagnrýnum huga nýtt regluverk sem er að koma inn og horfa a það með gagnrýnum augum. Af því að það gengur ekki að bera kostnað af regluverkinu en hafa ekki aðgengi að mörkuðum,“ segir Sigríður. Óboðlegt að skerða aðgengi að mörkuðum Evrópumarkaðurinn er mjög mikilvægur fyrirtækjum eins og Elkem á Grundartanga sem flytja út mikið magn kísilmálms. Draga þarf úr framleiðslu Elkem á næstu vikum, meðal annars vegna óvissu á mörkuðum. „Íslensk fyrirtæki búa við regluverk sem á mörgum köflum getur verið mjög íþyngjandi og hækkar þeirra framleiðslukostnað. Meðal annars kröfur í umhverfismálum, loftslagsmálum, greiða gríðarlega mikið inn á Evrópumarkað í formi kolefnisskatta og fleira. Það er algjörlega óboðlegt ef niðurstaðan verður sú í þessu máli að þau hafi ekki fullan og greiðan aðgang að mörkuðum.“
Stóriðja Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir mikla óvissu ríkja um verndarráðstafanir Evrópusambandsins á íslenskan og norskan kísilmálm og lítið sé hægt að geta sér til um ákvörðun sambandsins. Raungerist ráðstafanirnar hafi hún mestar áhyggjur af getu til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum. 17. nóvember 2025 12:51 Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun. 17. nóvember 2025 08:56 Fundinum mikilvæga frestað Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum. 14. nóvember 2025 15:53 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir mikla óvissu ríkja um verndarráðstafanir Evrópusambandsins á íslenskan og norskan kísilmálm og lítið sé hægt að geta sér til um ákvörðun sambandsins. Raungerist ráðstafanirnar hafi hún mestar áhyggjur af getu til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum. 17. nóvember 2025 12:51
Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun. 17. nóvember 2025 08:56
Fundinum mikilvæga frestað Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum. 14. nóvember 2025 15:53