Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands 7. júní 2012 10:30 Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. Utanríkisráðherra var bjartsýnn á olíufundi á Drekasvæðinu og kvað rannsóknir síðasta árs hafa leitt fram órækar sannanir fyrir að olíu væri að finna á svæðinu. Hann kvað farsælast fyrir Íslendinga að setja í framtíðinni upp sérstakan Auðlindasjóð til að fara með nýtingargjöld sem renna til ríkisins vegna auðlinda í eigu þess, og kvað það sérstaklega nauðsynlegt til að tryggja að hugsanlegur afrakstur af olíuvinnslu á næsta áratug leiði ekki til ójafnvægis og ofhitnunar í íslenska hagkerfinu. Varðandi uppbyggingu þjónustu á Íslandi fyrir olíusvæðin þrjú upplýsti utanríkisráðherra að hann hefði þegar átt formlegar viðræður við Kuupik Kleist, forsætisráðherra Grænlendinga. Þeir hafi orðið sammála um að löndin tvö vinni saman að því að þróa þjónustu og innvirði fyrir orkuþríhyrninginn Ísland, Grænland og Jan Mayen svæðið. Sömuleiðis hefði málið verið tekið nýlega upp í samræðum milli hans og Jonasar Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, og þeir orðið sammála um að taka málið upp í formlegar viðræður í opinberri heimsókn utanríkisráðherra til Noregs síðar á árinu. Utanríkisráðherra lagði mikla áherslu á að farið yrði í olíuvinnslu norðan Íslands af ítrustu varkárni. Olíuvinnslu þar ætti aðeins að leyfa á grundvelli ströngustu umhverfisreglna, og ekki fyrr en nauðsynlegur öryggisbúnaður vegna mengunaróhappa væri kominn upp. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. Utanríkisráðherra var bjartsýnn á olíufundi á Drekasvæðinu og kvað rannsóknir síðasta árs hafa leitt fram órækar sannanir fyrir að olíu væri að finna á svæðinu. Hann kvað farsælast fyrir Íslendinga að setja í framtíðinni upp sérstakan Auðlindasjóð til að fara með nýtingargjöld sem renna til ríkisins vegna auðlinda í eigu þess, og kvað það sérstaklega nauðsynlegt til að tryggja að hugsanlegur afrakstur af olíuvinnslu á næsta áratug leiði ekki til ójafnvægis og ofhitnunar í íslenska hagkerfinu. Varðandi uppbyggingu þjónustu á Íslandi fyrir olíusvæðin þrjú upplýsti utanríkisráðherra að hann hefði þegar átt formlegar viðræður við Kuupik Kleist, forsætisráðherra Grænlendinga. Þeir hafi orðið sammála um að löndin tvö vinni saman að því að þróa þjónustu og innvirði fyrir orkuþríhyrninginn Ísland, Grænland og Jan Mayen svæðið. Sömuleiðis hefði málið verið tekið nýlega upp í samræðum milli hans og Jonasar Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, og þeir orðið sammála um að taka málið upp í formlegar viðræður í opinberri heimsókn utanríkisráðherra til Noregs síðar á árinu. Utanríkisráðherra lagði mikla áherslu á að farið yrði í olíuvinnslu norðan Íslands af ítrustu varkárni. Olíuvinnslu þar ætti aðeins að leyfa á grundvelli ströngustu umhverfisreglna, og ekki fyrr en nauðsynlegur öryggisbúnaður vegna mengunaróhappa væri kominn upp.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira