Yfirtakan á SpKef eitt allsherjar klúður - einhver þarf að axla ábyrgð 8. júní 2012 19:48 Yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík er eitt allsherjar klúður sem einhver þarf að axla ábyrgð á, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirtakan kostar ríkissjóð 19 milljarða króna, eða 8 milljörðum meira en gefið var út þegar sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum. Sparisjóðurinn í Keflavík, eða SpKef, var tekinn yfir af ríkinu í apríl 2010. Hinn 5. mars í fyrra var sparisjóðurinn svo sameinaður Landsbankanum. Landsbankinn tók yfir skuldbindingar vegna innistæðna hjá SpKef og fékk í staðinn eignir sjóðsins, en ágreiningur reis um verðmæti þeirra. Ríkissjóður taldi að greiða ætti 11 milljarða króna með innistæðunum. Landsbankinn taldi fjárhæðina nærri 30 milljörðum. Skipuð var úrskurðarnefnd vegna ágreiningsins og samkvæmt niðurstöðu hennar sem birt var í dag ber ríkissjóði að greiða Landsbankanum 19 milljarða, eða 8 milljörðum meira en lagt var upp með í fyrra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einhver verði að axla ábyrgð á þessu. „Mér finnst þetta mál vera eitt allsherjar klúður frá upphafi til enda. Í byrjun var sagt að þetta myndi ekki kosta ríkið neitt og það var tekin ákvörðun um að veita SpKef bráðabirgðastarfsleyfi þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki kröfur. Smám saman hefur komið í ljós að það vantar mikið upp á að eignirnar standi undir verðmati. Fyrir rúmu ári síðan var sagt að það vantaði 11,2 milljarða en núna er þessi tala komin upp í 19 milljarða. Það sem átti ekki að kosta skattgreiðendur á Íslandi neitt mun kosta þá 19 milljarða króna. Nú er eðlilegt að spurt sé, hver ber ábyrgð á þessu klúðri?," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. En var ekki alltaf útlit fyrir að einhver kostnaður myndi lenda á ríkinu vegna falls SpKef vegna ríkisábyrgðar á innistæðum? Bjarni segir aðkomu ríkisins að SpKef óumflýjanlega. „En það er hins vegar augljós krafa og ófrávíkjanleg að ákvarðanir á borð við þessar séu teknar á grundvelli góðra upplýsinga og eðlilegrar skoðunar á því eignasafni sem menn eru að fá í hendur. Síðan í framhaldinu að þannig sé farið með þetta eignasafn að það sé ekki að rýrna stanslaust á kostnað skattgreiðenda," segir Bjarni. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík er eitt allsherjar klúður sem einhver þarf að axla ábyrgð á, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirtakan kostar ríkissjóð 19 milljarða króna, eða 8 milljörðum meira en gefið var út þegar sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum. Sparisjóðurinn í Keflavík, eða SpKef, var tekinn yfir af ríkinu í apríl 2010. Hinn 5. mars í fyrra var sparisjóðurinn svo sameinaður Landsbankanum. Landsbankinn tók yfir skuldbindingar vegna innistæðna hjá SpKef og fékk í staðinn eignir sjóðsins, en ágreiningur reis um verðmæti þeirra. Ríkissjóður taldi að greiða ætti 11 milljarða króna með innistæðunum. Landsbankinn taldi fjárhæðina nærri 30 milljörðum. Skipuð var úrskurðarnefnd vegna ágreiningsins og samkvæmt niðurstöðu hennar sem birt var í dag ber ríkissjóði að greiða Landsbankanum 19 milljarða, eða 8 milljörðum meira en lagt var upp með í fyrra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einhver verði að axla ábyrgð á þessu. „Mér finnst þetta mál vera eitt allsherjar klúður frá upphafi til enda. Í byrjun var sagt að þetta myndi ekki kosta ríkið neitt og það var tekin ákvörðun um að veita SpKef bráðabirgðastarfsleyfi þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki kröfur. Smám saman hefur komið í ljós að það vantar mikið upp á að eignirnar standi undir verðmati. Fyrir rúmu ári síðan var sagt að það vantaði 11,2 milljarða en núna er þessi tala komin upp í 19 milljarða. Það sem átti ekki að kosta skattgreiðendur á Íslandi neitt mun kosta þá 19 milljarða króna. Nú er eðlilegt að spurt sé, hver ber ábyrgð á þessu klúðri?," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. En var ekki alltaf útlit fyrir að einhver kostnaður myndi lenda á ríkinu vegna falls SpKef vegna ríkisábyrgðar á innistæðum? Bjarni segir aðkomu ríkisins að SpKef óumflýjanlega. „En það er hins vegar augljós krafa og ófrávíkjanleg að ákvarðanir á borð við þessar séu teknar á grundvelli góðra upplýsinga og eðlilegrar skoðunar á því eignasafni sem menn eru að fá í hendur. Síðan í framhaldinu að þannig sé farið með þetta eignasafn að það sé ekki að rýrna stanslaust á kostnað skattgreiðenda," segir Bjarni.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira