Erlent

Jörðin í áður óséðu ljósi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Rússneska geimferðastofnunin hefur birt eina nákvæmustu mynd sem tekin hefur verið af Jörðinni. Ljósmyndin er 121 megapixlar — sem þýðir að hver myndeining er kílómetri að lengd.

Hingað til hafa flestar myndir af Jörðinni verið samsettar úr hundruð og oft þúsundum minni ljósmynda. Þessi mynd, sem rússneski gervihnötturinn Electro-L tók af Jörðinni, náðist í einni töku.

Electro-L er í 36 þúsund kílómetra hæð yfir Jörðu og er á kyrrstöðubraut yfir miðbaug. Gervitunglið sinnir veðurfræðilegum athugum og sendir nákvæmar ljósmyndir af Jörðinni á 30 mínútna fresti.

Hægt er að sjá myndband sem gervitunglið tók af Jörðinni hér fyrir ofan. Einnig er hægt að nálgast ljósmynd í upprunalegri stærð hér — Það skal þó tekið fram að myndin er 105 megabæt að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×