Erlent

CIA skjöl enn hulin leynd

Tilraun til að steypa Fidel Castro af stóli árið 1961 með innrásinni í Svínaflóa fór gjörsamlega út um þúfur.
Tilraun til að steypa Fidel Castro af stóli árið 1961 með innrásinni í Svínaflóa fór gjörsamlega út um þúfur.
Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að gögn sem leyniþjónustan CIA geymir um innrásina í Svínaflóa á Kúbu skuli áfram hulin leyndarhjúpi. Skjölin ættu öllu jöfnu að vera gerð opinber þar sem nægilega langur tími er liðinn frá því árásin var gerð. CIA hélt því hinsvegar fram að skjölin, sem varða innri rannsókn stofnunarinnar á málinu, hafi verið vinnuskjöl en ekki fullkláruð. Því verður ekkert gefið út um innihald skjalanna að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×