Erlent

Grikkir þurfa líklega að kjósa aftur

Alexis Tsipras leiðtogi kosningabandalags Vinstrimanna þvertekur fyrir að mynda stjórn með gömlu flokkunum.
Alexis Tsipras leiðtogi kosningabandalags Vinstrimanna þvertekur fyrir að mynda stjórn með gömlu flokkunum. Mynd/AP
Fátt getur nú komið í veg fyrir að forseti Grikklands neyðist til að blása til kosninga í landinu að nýju. Tilraunir til myndunar neyðarstjórnar virðast farnar út um þúfur.

Næst stærsti flokkur landsins, kosningabandalag Vinstrimanna, hefur þegar frábeðið sér þáttöku í stjórninni og í morgun varð ljóst að hinn hófsami vinstriflokkur Vinstra lýðræði gerir slíkt hið sama.

Leiðtogi þess flokks lýsti því yfir að hann myndi fyljgja kosningabandalagi Vinstrimanna. Það virðist því nokkurð ljóst orðið að Grikkir þurfa að ganga að kjörborðinu að nýju.

Skoðannakannanir sýna hinsvegar að flokkar sem hafa sett sig upp á móti björgunarpakkanum sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn buðu Grikkjum, með tilheyrandi niðurskurði, muni ná enn betri árangri verði kosið að nýju.

Ekkert bendir heldur til þess að Grikkjum standi til boða einhverskonar mildari samningur en þeir fengu á sínum tíma og því gætu Grikkir verið á leið út úr evrusamstarfinu. Raunar sýna kannanir einnig að Grikkir vilji flestir vera áfram í myntsamstarfinu. Spurningin er hinsvegar hve miklar fórnir þeir þeir séu tilbúnir að færa til að gera slíkt mögulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×