Erlent

Halda enn í vonina um starfhæfa stjórn

Ráðamenn í Grikklandi halda enn í þá veiku von að hægt verði að mynda starfhæfa stjórn í landinu eftir að stjórnarmyndunarviðræður hafa ítrekað farið út um þúfur. Enn á að funda í dag og á meðal hugmynda sem forsetinn hefur sett fram er að koma á fót utanþingsstjórn skipaða sérfræðingum. Hugmyndin hefur þó ekki fallið í góðan jarðveg á meðal forystumanna flokkanna og því telja skýrendur enn að líklega þurfi að boða til kosninga að nýju. Markaðir um allan heim hafa fallið vegna fregnanna frá Grikklandi og í nótt lækkuðu markaðir í Asíu vegna óvissunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×