Erlent

Bitinn af skröltormi í Wal Mart

Viðskiptavinur Wal Mart risaverslunarkeðjunnar í Bandaríkjunum er nú að ná sér á sjúkrahúsi eftir verslunarferð. Hann var staddur í garð-deild verslunar í borginni Clarkson í Washington ríki þegar stærðarinnar skröltormur lét til skarar skríða gegn honum og beit hann í höndina.

Maðurinn náði að drepa snákinn en var síðan fluttur með hraði á spítala þar sem höndin tók að bólgna all verulega. Talsmenn verslunarinnar hafa beðist afsökunar og rannsaka nú hvernig snákurinn komst inn í búðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×