Hart barist í íslenskum sýndarfótbolta á netinu 3. maí 2012 20:18 Úr leik í Pepsi-deildinni. mynd/villi Hátt í sex þúsund manns hafa skráð sig í nýja Fantasy-deild vefsíðunnar Fótbolti.net í tengslum við Pepsi-deildina í sumar. Aðspurður segir ritstjórinn Magnús Már Einarsson að deildin hafi ekki verið stofnuð til höfuðs vefsíðunni Fantasydeildin.net sem fór í loftið fyrir skömmu. „Alls ekki. Við erum búnir að stefna að þessu í marga mánuði og þeirri vinnu lauk í gærkvöldi (á þriðjudagskvöld). Þetta er mjög líkt ensku Fantasy-deildinni. Við horfum á hana sem fyrirmynd," segir Magnús Már en þúsundir íslenskra fótboltaáhugamanna eru skráðir til leiks í ensku deildinni. „Við hefðum viljað koma þessu fyrr í loftið en við ætlum að nýta tímann vel fram að móti og það er vonandi að sem flestir skrái sig. Það hefur verið vöntun á svona leik og þessi hugmynd kviknaði í sumar. Viðtökurnar sýna að þetta er eitthvað sem hefur vantað." Það er því ljóst að hörð samkeppni verður utan vallar sem innan í íslenska boltanum í sumar. Rúmlega þrjú þúsund lið eru skráð til leiks á Fantasydeildin.net en sú deild er einmitt í samstarfi við samkeppnisaðila Fótbolta.net, vefsíðuna 433.is. Samanlagt eru íslensku sýndarfótboltaliðin því orðin um níu þúsund talsins. Aðspurður um þessa óvæntu samkeppni í Fantasy-leiknum segist Aron Már Smárason hjá Fantasydeildin.net lítið vita um nýju síðuna hjá Fótbolta.net. Hann fagnar samkeppninni en viðurkennir að stofnun síðunnar hafi komið sér á óvart svona skömmu fyrir mót.Þeir sem taka þátt í nýju Fantasy-deildinni fá, rétt eins og í hinni Fantasy-deildinni, hundrað milljónir króna til að kaupa fimmtán leikmenn úr Pepsi-deildinni í fótbolta. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum. Dýrustu leikmennirnir eru Garðar Jóhannsson, Steven Lennon og Kjartan Henry Finnbogason. Sá keppandi sem endar efstur þegar Fantasy-mótinu lýkur í haust fær ferð fyrir tvo á leik í ensku úrvalsdeildinni í boði Úrvals Útsýnar. Stigahæsti keppandinn í hverri umferð fyrir sig fær einnig verðlaun. Hægt er að skrá sig á slóðinni Fantasy.fotbolti.net. Í Fantasydeildin.net eru einnig mánaðarleg verðlaun. Ekki er búið að ákveða hver aðalvinningurinn verður þar á bæ. „Við erum að skoða það. Það liggur ekkert á því fyrr en í september. Það verður stór vinningur, jafnvel stærri en hjá þeim," segir Aron Már.Sýndarfótbolti. Hvað er það?Fantasydeild, eða sýndarfótbolti, er ókeypis leikur þar sem keppendur fá ákveðna upphæð til að búa til eigið fótboltalið á netinu. Leikmennirnir kosta mismikinn pening og fer virði þeirra eftir getu leikmannanna. Þeir fá stig eftir því hvernig þeir standa sig í raunverulegu deildinni sem er spiluð samhliða Fantasydeildinni. Mínusstig eru gefin fyrir ýmislegt, þar á meðal spjöld, mörk fengin á sig og sjálfsmörk en plússtig fyrir mörk, stoðsendingar, að halda markinu hreinu og fleira. Einn keppandi stendur síðan eftir sem sigurvegari þegar leiktíðinni lýkur. freyr@frettabladid.is Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Hátt í sex þúsund manns hafa skráð sig í nýja Fantasy-deild vefsíðunnar Fótbolti.net í tengslum við Pepsi-deildina í sumar. Aðspurður segir ritstjórinn Magnús Már Einarsson að deildin hafi ekki verið stofnuð til höfuðs vefsíðunni Fantasydeildin.net sem fór í loftið fyrir skömmu. „Alls ekki. Við erum búnir að stefna að þessu í marga mánuði og þeirri vinnu lauk í gærkvöldi (á þriðjudagskvöld). Þetta er mjög líkt ensku Fantasy-deildinni. Við horfum á hana sem fyrirmynd," segir Magnús Már en þúsundir íslenskra fótboltaáhugamanna eru skráðir til leiks í ensku deildinni. „Við hefðum viljað koma þessu fyrr í loftið en við ætlum að nýta tímann vel fram að móti og það er vonandi að sem flestir skrái sig. Það hefur verið vöntun á svona leik og þessi hugmynd kviknaði í sumar. Viðtökurnar sýna að þetta er eitthvað sem hefur vantað." Það er því ljóst að hörð samkeppni verður utan vallar sem innan í íslenska boltanum í sumar. Rúmlega þrjú þúsund lið eru skráð til leiks á Fantasydeildin.net en sú deild er einmitt í samstarfi við samkeppnisaðila Fótbolta.net, vefsíðuna 433.is. Samanlagt eru íslensku sýndarfótboltaliðin því orðin um níu þúsund talsins. Aðspurður um þessa óvæntu samkeppni í Fantasy-leiknum segist Aron Már Smárason hjá Fantasydeildin.net lítið vita um nýju síðuna hjá Fótbolta.net. Hann fagnar samkeppninni en viðurkennir að stofnun síðunnar hafi komið sér á óvart svona skömmu fyrir mót.Þeir sem taka þátt í nýju Fantasy-deildinni fá, rétt eins og í hinni Fantasy-deildinni, hundrað milljónir króna til að kaupa fimmtán leikmenn úr Pepsi-deildinni í fótbolta. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum. Dýrustu leikmennirnir eru Garðar Jóhannsson, Steven Lennon og Kjartan Henry Finnbogason. Sá keppandi sem endar efstur þegar Fantasy-mótinu lýkur í haust fær ferð fyrir tvo á leik í ensku úrvalsdeildinni í boði Úrvals Útsýnar. Stigahæsti keppandinn í hverri umferð fyrir sig fær einnig verðlaun. Hægt er að skrá sig á slóðinni Fantasy.fotbolti.net. Í Fantasydeildin.net eru einnig mánaðarleg verðlaun. Ekki er búið að ákveða hver aðalvinningurinn verður þar á bæ. „Við erum að skoða það. Það liggur ekkert á því fyrr en í september. Það verður stór vinningur, jafnvel stærri en hjá þeim," segir Aron Már.Sýndarfótbolti. Hvað er það?Fantasydeild, eða sýndarfótbolti, er ókeypis leikur þar sem keppendur fá ákveðna upphæð til að búa til eigið fótboltalið á netinu. Leikmennirnir kosta mismikinn pening og fer virði þeirra eftir getu leikmannanna. Þeir fá stig eftir því hvernig þeir standa sig í raunverulegu deildinni sem er spiluð samhliða Fantasydeildinni. Mínusstig eru gefin fyrir ýmislegt, þar á meðal spjöld, mörk fengin á sig og sjálfsmörk en plússtig fyrir mörk, stoðsendingar, að halda markinu hreinu og fleira. Einn keppandi stendur síðan eftir sem sigurvegari þegar leiktíðinni lýkur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira