Það getur allt gerst í beinni 4. maí 2012 13:00 Mynd/Stefán Stefánsson Lífið spyr Kolbrúnu Björnsdóttur á Bylgjunni í viðtali í dag meðal annars hvort hún eigi minnistæð augnablik af vandræðalegum uppákomum í beinni útsendingu: Ójá. Það er það skemmtilega við beinar útsendingar. Það getur allt gerst. Við Heimir drógum einhvern tímann mann of snemma inn í stúdíó – hann átti að vera aðeins síðar í þættinum. Kynntum hann inn, hátt og snjallt, og aumingjans maðurinn hvíslaði bara að hann væri ekki sá sem við töldum hann vera. Það var brjálæðislega fyndið. Og vandræðalegt. Það eru til ótal dæmi af rugli hjá okkur. Og við hlæjum alltaf jafnmikið þegar við rifjum þau upp enda erum við óskaplega lítið fyrir það að taka okkur of alvarlega. Nema þegar kemur að málfarinu. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það er dálítið erfitt að ætla sér að tala óaðfinnanlega íslensku í þætti sem þessum, beinni útsendingu með engan fyrir fram skrifaðan texta. En mér var nánast illt í marga daga því að ég sagði MÉR langar. Mér langar! Það er eins gott að börnin mín heyrðu það ekki. Svona í góðu sagt, færðu aldrei leið á Heimi? Nei, og það er eiginlega alveg magnað. Ekki það að hann sé ekki frábær en það að vinna svona náið með einstaklingi krefst þess að fólki líki virkilega vel hvoru við annað. Hann er einn af mínum bestu vinum og ég vísa iðulega til hans sem hins mannsins í lífi mínu. Ég veit yfirleitt alltaf hvað hann er að hugsa sem kemur sér vel í útsendingu og öfugt. Þráinn getur aftur á móti gert mig brjálaða. Nei ég er að grínast, Þráinn er gullmoli. Ég á það til að knúsa hann í tíma og ótíma, bara af því að hann er hann. Ef ekki í útvarpi – hvar þá? Ég hef ekki hugmynd um það. Eins og staðan er núna er ekkert annað sem mig langar að gera. Nema kannski vinna í verslun! Eða prjóna allan daginn. Ég væri alveg til í að prófa það í svona mánuð. Sitja og prjóna. Með kveikt á útvarpinu. Það hljómar dásamlega en er ábyggilega ekkert sérstaklega vel borgað. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Lífið spyr Kolbrúnu Björnsdóttur á Bylgjunni í viðtali í dag meðal annars hvort hún eigi minnistæð augnablik af vandræðalegum uppákomum í beinni útsendingu: Ójá. Það er það skemmtilega við beinar útsendingar. Það getur allt gerst. Við Heimir drógum einhvern tímann mann of snemma inn í stúdíó – hann átti að vera aðeins síðar í þættinum. Kynntum hann inn, hátt og snjallt, og aumingjans maðurinn hvíslaði bara að hann væri ekki sá sem við töldum hann vera. Það var brjálæðislega fyndið. Og vandræðalegt. Það eru til ótal dæmi af rugli hjá okkur. Og við hlæjum alltaf jafnmikið þegar við rifjum þau upp enda erum við óskaplega lítið fyrir það að taka okkur of alvarlega. Nema þegar kemur að málfarinu. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það er dálítið erfitt að ætla sér að tala óaðfinnanlega íslensku í þætti sem þessum, beinni útsendingu með engan fyrir fram skrifaðan texta. En mér var nánast illt í marga daga því að ég sagði MÉR langar. Mér langar! Það er eins gott að börnin mín heyrðu það ekki. Svona í góðu sagt, færðu aldrei leið á Heimi? Nei, og það er eiginlega alveg magnað. Ekki það að hann sé ekki frábær en það að vinna svona náið með einstaklingi krefst þess að fólki líki virkilega vel hvoru við annað. Hann er einn af mínum bestu vinum og ég vísa iðulega til hans sem hins mannsins í lífi mínu. Ég veit yfirleitt alltaf hvað hann er að hugsa sem kemur sér vel í útsendingu og öfugt. Þráinn getur aftur á móti gert mig brjálaða. Nei ég er að grínast, Þráinn er gullmoli. Ég á það til að knúsa hann í tíma og ótíma, bara af því að hann er hann. Ef ekki í útvarpi – hvar þá? Ég hef ekki hugmynd um það. Eins og staðan er núna er ekkert annað sem mig langar að gera. Nema kannski vinna í verslun! Eða prjóna allan daginn. Ég væri alveg til í að prófa það í svona mánuð. Sitja og prjóna. Með kveikt á útvarpinu. Það hljómar dásamlega en er ábyggilega ekkert sérstaklega vel borgað.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira