Erlent

Tugir slösuðust þegar gasblöðrur sprungu

Frá Yerevan í gær.
Frá Yerevan í gær. mynd/AFP
Rúmlega 140 manns slösuðust þegar gasblöðrur sprungu á baráttufundi í borginni Yerevan í Armeníu í gær. Enginn lést í sprengingunni en um 100 þurftu á læknisaðstoð að halda.

Fólkið var samankomið á torgi í miðborg Yerevan þegar atvikið átti sér stað. Talið er að blöðrurnar hafi sprungið þegar einn fundargesta kveikti sér í sígarettu.

Mikið óðagot myndaðist þegar blöðrurnar sprungu enda var sprengingin afar öflug samkvæmt yfirvöldum í Armeníu.

Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu slasaðist enginn lífshættulega. Þó eru margir af þeim sem særðust í lofti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×