Erlent

Aronofsky kominn til landsins

Darren Aronofsky
Darren Aronofsky
Bandaríski leikstjórinn Darren Aronofsky er kominn til landsins. Hann mun skoða tökustaði fyrir stórmynd sína um örkina hans Nóa en stórleikarinn Russell Crowe mun fara með aðalhlutverk í henni.

Aronofsky tilkynnti um komu sína á samskiptamiðlinum Twitter og sagðist vera spenntur fyrir því að vakna á Íslandi.

Tökur á kvikmynd Aronofskys munu hefjast í júlí en hún verður frumsýnd í mars árið 2014.

Aronofsky er afar virtur leikstjóri en hann hefur leikstýrt og framleitt kvikmyndir á borð við The Wrestler, Black Swan og Pi. Þá var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Black Swan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×