Erlent

Réttarhöldin yfir Mohammed hefjast dag

Khalid Sheikh Mohammed, fyrir og eftir handtöku.
Khalid Sheikh Mohammed, fyrir og eftir handtöku. mynd/AP
Réttarhöld yfir hryðjuverkamanninum Khalid Sheikh Mohammed hefjast í Guantanmo-fangelsinu í dag. Mohammed hefur lýst því yfir að hann hafi skipulagt árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001.

Sérstakur herréttur hefur verið skipaður vegna málsins og mun Mohammed koma fyrir hann ásamt fjórum vitorðsmönnum sínum.

Mennirnir hafa allir verið vistaðir í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu síðustu ár.

Upphaflega átti að rétt yfir mönnunum árið 2009 en hætt var við það eftir að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ákvað að Guantanmo-fangelsinu yrði lokað.

Þá krafðist Obama þess að réttað yrði yfir Mohammed í New York. Sú ákvörðun fékk dræmar viðtökur yfirvalda í New York og var því fallið frá þeim hugmyndum.

Hérrétturinn mun nú fjalla um mál Mohammeds og vitorðsmannanna.

Fjöldi fólks er samankominn í Guantanamo-fangelsinu, margir hverjir eru ættingjar þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×