Erlent

Skemmtistaður brann í Suður-Kóreu

Frá vettvangi í Busa í Suður-Kóreu.
Frá vettvangi í Busa í Suður-Kóreu. mynd/AFP
Að minnsta kosti níu létust þegar eldur kom upp á skemmtistað í borginni Busa í Suður-Kóreu.

Tuttugu særðust í eldsvoðanum, nokkrir af þeim lífshættulega.

Eldsupptök eru ókunn en vitni segja að hávær hvellur hafi borist frá staðnum stuttu áður en hann varð alelda.

Grunur leikur á að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. Mikill reykur myndast og er talið að fórnarlömbin hafi ekki fundið neyðarútganga.

Banamein fórnarlambanna var í nær öllum tilvikum reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×