Erlent

Forsetakosningar í Frakklandi halda áfram

mynd/AFP
Seinni umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag en valið stendur á milli Nicolas Sarkozy sitjandi forseta og frambjóðenda sósíalista, Francois Hollande.

Hollande fékk fleiri atkvæði í fyrri umferð kosninganna en nú benda kannanir til þess að afar mjótt verði á munum.

Á síðustu dögum baráttunnar hafa báðir frambjóðendur biðlað af krafti til stuðningsmanna Marine LePen sem er lengst til hægri í pólitíska litrófinu og miðjumannsins Francois Bayrou.

Le Pen fékk góða kosningu í fyrri umferðinni og er talið að atkvæði stuðningsmanna hennar muni hafa úrslitaáhrif í dag. Sjálf segist hún ætla að skila auðu en hvetur sitt fólk til að kjósa eftir eigin sannfæringu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×