Erlent

Ofurmáni á himni í nótt

mynd/AP
Í nótt mátti sjá óvenju stórt tungl á himni en þá var það eins nálægt jörðinni og mögulegt er.

Þegar þetta gerist er tunglið kallað ofurmáni og er það um 14% breiðara og um 30 prósent bjartara en önnur full tungl á árinu.

Tunglið ferðast um á sporöskjulagabraut og er það því mislangt frá jörðinni, fjarlægðin er minnst tæpir 360 þúsund kílómetrar eins og í nótt en hún getur mest orðið rétt rúmlega 406 þúsund kílómetrar samkvæmt vísindavef háskóla Íslands. Þessi fjarlægðarmunur veldur því að tunglið er misstórt á himnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×