Hollande verður næsti forseti Frakklands 6. maí 2012 18:30 Frá Bastillutorgi í dag. mynd/AP Sósíalistinn Francois Hollande hefur borið sigur úr býtum í forsetakosningum í Frakklandi samkvæmt útgönguspám og fyrstu kosningatölum. Valið stóð á milli sitjandi forseta, Nicolas Sarkozy og Francois Hollande frambjóðanda sósíalista sem sigraði í fyrri umferð kosninganna. Kannanir undanfarið hafa bent til sigurs Hollande en þó var búist við að mjótt yrði á munum. Fyrstu tölur voru birtar núna klukkan sex og samkvæmt þeim verður Francois Hollande, næsti forseti Frakklands. Hollande fær 51,9 prósent atkvæða en Sarkozy 48.10 prósent. Sósíalistar hafa þegar fagnað sigri en Hollande er fyrsti sósíalistinn sem sigrar í forsetakosningum í Frakklandi frá því Francois Mitterand gerði það árið 1988. Nicolas Sarkozy hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum. Það er því orðið ljóst að Francois Hollande verður fyrsti vinstrisinnaði forseti Frakklands frá árinu 1995. Sarkozy er hinsvegar orðinn einn af mörgum leiðtogum Evrópu sem hafa hrakist frá völdum í þeirri efnahagskreppu sem þjakað hefur álfuna síðustu misseri. Hann er því fyrsti forseti Frakklands í rúm 20 ár sem nær ekki endurkjöri til annars kjörtímabils. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir muninn á frambjóðendunum ekki vera mikinn, til að mynda hafi þeir mjög svipaða stefnu í utanríkismálum. „En ef við lítum til innanríkismála þá er nokkuð meiri munur á frambjóðendunum," segir Baldur. „Hollande hefur lagt meiri áherslu á að byggja upp franska velferðarkerfið og að beita ríkisvaldinu til þess að auka atvinnu í Frakklandi og til að reisa landið við efnahagslega og úr þeim efnahagslegu þrengingum sem landið er í þessa stundina." Sarkozy hafi hinsvegar lagt meira upp úr því að beita hefðbundnum aðferðum frjálshyggjunnar. Eins og Baldur bendir á hefur franskur almenningur hefur ekki farið varhluta af efnahagsþrengingum undanfarin misseri og Sarkozy virðist vera að fá að kenna á því. Að sögn Baldurs hefur það víða gerst að sitjandi stjórnvöldum sé refsað. „Menn líta þá til stjórnarandstöðunnar og vona að hún geti gert betur.“ Sigri Hollande er nú fagnað á Bastillutorgi í París en stuðningsmenn hans hafa safnast þar saman. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Sósíalistinn Francois Hollande hefur borið sigur úr býtum í forsetakosningum í Frakklandi samkvæmt útgönguspám og fyrstu kosningatölum. Valið stóð á milli sitjandi forseta, Nicolas Sarkozy og Francois Hollande frambjóðanda sósíalista sem sigraði í fyrri umferð kosninganna. Kannanir undanfarið hafa bent til sigurs Hollande en þó var búist við að mjótt yrði á munum. Fyrstu tölur voru birtar núna klukkan sex og samkvæmt þeim verður Francois Hollande, næsti forseti Frakklands. Hollande fær 51,9 prósent atkvæða en Sarkozy 48.10 prósent. Sósíalistar hafa þegar fagnað sigri en Hollande er fyrsti sósíalistinn sem sigrar í forsetakosningum í Frakklandi frá því Francois Mitterand gerði það árið 1988. Nicolas Sarkozy hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum. Það er því orðið ljóst að Francois Hollande verður fyrsti vinstrisinnaði forseti Frakklands frá árinu 1995. Sarkozy er hinsvegar orðinn einn af mörgum leiðtogum Evrópu sem hafa hrakist frá völdum í þeirri efnahagskreppu sem þjakað hefur álfuna síðustu misseri. Hann er því fyrsti forseti Frakklands í rúm 20 ár sem nær ekki endurkjöri til annars kjörtímabils. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir muninn á frambjóðendunum ekki vera mikinn, til að mynda hafi þeir mjög svipaða stefnu í utanríkismálum. „En ef við lítum til innanríkismála þá er nokkuð meiri munur á frambjóðendunum," segir Baldur. „Hollande hefur lagt meiri áherslu á að byggja upp franska velferðarkerfið og að beita ríkisvaldinu til þess að auka atvinnu í Frakklandi og til að reisa landið við efnahagslega og úr þeim efnahagslegu þrengingum sem landið er í þessa stundina." Sarkozy hafi hinsvegar lagt meira upp úr því að beita hefðbundnum aðferðum frjálshyggjunnar. Eins og Baldur bendir á hefur franskur almenningur hefur ekki farið varhluta af efnahagsþrengingum undanfarin misseri og Sarkozy virðist vera að fá að kenna á því. Að sögn Baldurs hefur það víða gerst að sitjandi stjórnvöldum sé refsað. „Menn líta þá til stjórnarandstöðunnar og vona að hún geti gert betur.“ Sigri Hollande er nú fagnað á Bastillutorgi í París en stuðningsmenn hans hafa safnast þar saman.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent