Mál gegn meintum hryðjuverkamönnum gæti tekið mörg ár 6. maí 2012 21:45 Khalid Sheikh Mohammed ræðir við lögfræðing sinn. mynd/AP Áhorfendur fylgjast með réttarhaldinu.mynd/AP Mál ákæruvaldsins í Bandaríkjunum gegn fimm mönnum sem sakaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar í New York og víðar 11. september árið 2001, er loks hafið. En réttarhöldin sjálf munu þó ekki hefjast á næstunni - verjendur og saksóknarar í málinu sögðu í dag að nokkur ár gætu verið í það gerist. Einn af þeim sem ákærður er í málinu er Khalid Sheikh Mohammed en hann hefur lýst því yfir að hann hafi verið forsprakki mannanna sem framkvæmdu árásina í New York. Mohammed og vitorðsmenn hans komu fyrst fyrir sjónir almennings í þrjú um helgina þegar ákæruefnin voru kynnt. Áætlað er að réttarhöldin hefjist í maí á næsta ári. En einn af verjendum fimmmenninganna, James Connell, sagði AP fréttastofunni að dagsetningin væri aðeins til bráðabirgða - ómögulegt væri að segja hvenær sjálf réttarhöldin myndu eiga sér stað. Nú þegar hafa orðið miklar tafir á málinu. Mohammed og fjórmenningarnir hafa ekki svarað spurningum dómara og rufu þagnarbindindi sitt aðeins til að lýsa óréttlæti réttarhaldanna. Connell sagði að hegðun skjólstæðinga sinna væri aðeins forsmekkurinn þess sem koma skal. „Þetta verður löng og erfið barátta við kerfi sem beitir pyntingum og öðrum vafasömum aðferðum við upplýsingaöflun," sagði Connell. En hegðun mannanna vakti ekki aðeins reiði dómara og sækjenda því nokkrir aðstandendur þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum árið 2001 voru viðstaddir. „Þeir heyja heilagt stríð í réttarsalnum," sagði Debra Burlingame, en bróðir hennar, Charles, var flugmaður farþegaþotunnar sem hrapaði á Pentagon, höfuðstöðvar Varnarmálastofnunnar Bandaríkjanna í Arlington, Virginíu. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Áhorfendur fylgjast með réttarhaldinu.mynd/AP Mál ákæruvaldsins í Bandaríkjunum gegn fimm mönnum sem sakaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar í New York og víðar 11. september árið 2001, er loks hafið. En réttarhöldin sjálf munu þó ekki hefjast á næstunni - verjendur og saksóknarar í málinu sögðu í dag að nokkur ár gætu verið í það gerist. Einn af þeim sem ákærður er í málinu er Khalid Sheikh Mohammed en hann hefur lýst því yfir að hann hafi verið forsprakki mannanna sem framkvæmdu árásina í New York. Mohammed og vitorðsmenn hans komu fyrst fyrir sjónir almennings í þrjú um helgina þegar ákæruefnin voru kynnt. Áætlað er að réttarhöldin hefjist í maí á næsta ári. En einn af verjendum fimmmenninganna, James Connell, sagði AP fréttastofunni að dagsetningin væri aðeins til bráðabirgða - ómögulegt væri að segja hvenær sjálf réttarhöldin myndu eiga sér stað. Nú þegar hafa orðið miklar tafir á málinu. Mohammed og fjórmenningarnir hafa ekki svarað spurningum dómara og rufu þagnarbindindi sitt aðeins til að lýsa óréttlæti réttarhaldanna. Connell sagði að hegðun skjólstæðinga sinna væri aðeins forsmekkurinn þess sem koma skal. „Þetta verður löng og erfið barátta við kerfi sem beitir pyntingum og öðrum vafasömum aðferðum við upplýsingaöflun," sagði Connell. En hegðun mannanna vakti ekki aðeins reiði dómara og sækjenda því nokkrir aðstandendur þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum árið 2001 voru viðstaddir. „Þeir heyja heilagt stríð í réttarsalnum," sagði Debra Burlingame, en bróðir hennar, Charles, var flugmaður farþegaþotunnar sem hrapaði á Pentagon, höfuðstöðvar Varnarmálastofnunnar Bandaríkjanna í Arlington, Virginíu.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira