Erlent

Fundu póstkort sem Hitler sendi 27 ára gamall

Póstkort sem Adolf Hitler skrifaði árið 1916, þá 27 ára gamall, fannst nýlega í dánarbúi. Á þessum tíma var Hitler hermaður í þýska hernum á vesturvígstöðvunum í fyrri heimstryjöldinni.

Kortið var sent til Karl Lanzhammer eins af félögum Hitlers í hernum. Í því segir Hitler að hann sé staddur á hersjúkrahúsi og hann kvartar undan slæmri tannpínu. Þá segir Hitler óska sér helst að vera kominn á vígstöðvarnar að nýju.

Kortið kemur úr dánarbúi Lanzhammer og það fannst í tengslum við verkefni sem gengur út á að safna saman persónulegum munum Evrópubúa úr fyrri heimstryjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×