Erlent

Cameron vill nána samvinnu við Hollande

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hollande ásamt eiginkonu sinni eftir sigurinn.
Hollande ásamt eiginkonu sinni eftir sigurinn. mynd/ afp.
David Cameron, forsætisráðherra Breta, heitir því að vinna mjög náið með Francois Hollande, nýkjörnum forseta Frakklands. Cameron hringdi í Hollande í gær til að óska honum til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum sem fram fóru í gær.

Í kosningabaráttunni hafði Hollande, sem er leiðtogi sósíalista, heitið því að leggjast gegn niðurskurðaráætlunum og áætlunum Evrópusambandsins í fjármálum aðildarríkjanna.

Breska blaðið Daily Telegraph segir að Cameron hafi ekki hitt Hollande þegar sá fyrrnefndi fór til Parísar í febrúar og gefið til kynna að hann styddi Sarkozy til áframhaldandi setu í forsetaembættinu.

Hollande tekur við embætti forseta 15. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×