Erlent

Vitlaus þjóðsöngur spilaður - söng hann bara sjálf

Hvað áttu að gera þegar þú vinnur til gullverðlauna og vitlaus þjóðsöngur fer í loftið? Þú gætir hugsanlega tekið míkrafóninn og sungið hann bara sjálfur. Það gerði allavega einn keppandi á Ítalíu á dögunum.

Hin ísraelska Moran Samuel vann gullið í undankeppni fyrir Ólympíuleika fatlaðra og þegar hún var búin að taka við verðlaununum átti að spila ísraelska þjóðsönginn, Hatikvah, eins og venjan er. Þegar þjóðsöngurinn fór í loftið gaf Samuel til kynna að vitlaus þjóðsöngur var spilaður. Hún bað þá um að fá míkrafóninn og söng hann bara sjálf. Og stóð sig bara með stakri prýði.

Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×