Erlent

Hættir við boðaðar kosningar

Benjamín Netanyahu.
Benjamín Netanyahu.
Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hefur dregið til baka ákvörðun sína um að blása óvænt til kosninga en í gær samþykkti hann að mynda stjórn með helsta stjórnarandstöðuflokki landsins.

Áður hafði hann lýst því yfir að þingið bæri að leysa upp og boða skyldi til kosninga í september. Þingkosningar í landinu voru ekki áformaðar fyrr en í október 2013.

Netanyahu hefur staðið í deilum við minni flokka í stjórninni en nú þegar hann hefur komist að samkomulagi við Kadima flokkinn telja skýrendur að meiri ró færist yfir ísraelsk stjórnmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×