Erlent

Svissneskir höfrungar á heróíni

Mynd/AP
Rannsókn er nú lokið á dularfullum dauðdaga tveggja höfrunga sem drápust í laug sinni í dýragarði í Sviss fyrir nokkrum mánuðum. Dýrin drápust stuttu eftir að fjölmenn danstónlistarhátíð hafði farið fram í garðinum.

Í fyrstu var talið að dúndrandi bassatakturinn hefði drepið höfrungana en rannsóknin leiddi í ljós að þeir hafa innbyrt eiturlyf, líklega heróín eða líkt efni. Líklegt er að einn veislugestanna hafi sett efnið í laug höfrunganna með þessum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×