Erlent

Karlmaður sakar Travolta um kynferðislega áreitni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
John Travolta er sakaður um áreitni.
John Travolta er sakaður um áreitni. mynd/ afp.
Stórleikarinn John Travolta er sakaður um kynferðislega áreitni. Nuddari sem ber Travolta sökunum hefur stefnt honum og krefst þess að fá greiddar tvær milljónir bandaríkjadala, eða um 250 milljónir króna, fyrir að hafa áreitt sig þegar Travolta var í nuddi á hóteli í Beverly Hills í janúar síðastliðnum. Samkvæmt málskjölum virðist nuddarinn vera karlmaður en hann hefur ekki verið nafngreindur, eftir því sem fram kemur á fréttavef Daily Telegraph. Travolta er sakaður um að hafa nuddað fótlegg hans, snert kynfæri hans og reynt að fá hann til kynmaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×