Erlent

Náðu að forða sér út sekúndum fyrir árekstur

Það hlýtur að vera ógnvekjandi að vera fastur í stórum vöruflutningabíl á lestarteinum. Hvað þá þegar þú sérð að lest er að koma inn í hliðina á þér á ógnarhraða.

Á dögunum festi ökumaður vöruflutningabíls hann á lestarteinum í bænum Kings Mountain í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Og eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi greip mikil skelfing um sig hjá viðstöddum þegar lest nálgaðist bílinn á miklum hraða.

Bíllinn var stútfullur af bómul og sem betur fer var það eftirvagninn sem var staðsettur yfir lestarteinunum. Enginn slasaðist í árekstrinum en ökumaðurinn og farþegi í bílnum náðu að forða sér út úr bílnum einungis sekúndum áður en lestin klessti á.

Myndband af atvikinu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en það ber þó að vara við öskrunum í stelpunni sem tók upp myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×