Erlent

Sautján fórust í eldsvoða á Filippseyjum

Mynd/AP
Sautján fórust í gær á Filippseyjum þegar fataverslun brann til grunna. Verslunin var á þremur hæðum en hinir látnu, sem flestar voru konur sem störfuðu í versluninni, bjuggu á efstu hæð hússins og áttu sér ekki undankomu auðið. Aðeins þrír starfsmenn komust lífs af úr brunanum en algengt er á Filippseyjum að starfsmenn verslana búi einnig í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×